Ólína leggst gegn áskorun Barðstrendinga 25. mars 2011 11:14 Ólína Þorvaðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína. Teigsskógur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa verið boðaðir til Patreksfjarðar klukkan þrjú í dag til að taka við áskorun eitt þúsund íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að nýr þjóðvegur verði lagður um Teigsskóg í stað vegarins um Ódrjúgsháls. Ólína Þorvarðardóttir lýsir andstöðu við áskorun ibúanna. Að sögn Magnúsar Ólafs Hanssonar, eins forsvarsmanna undirskriftasöfnunarinnar, voru þrír þingmenn mættir á Patreksfjörð í morgun, þeir Einar K. Guðfinnsson, Ásbjörn Óttarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, en þau Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa afboðað sig, en Guðbjartur Hannesson segir óvíst hvort hann mæti. Áhugafólk í Vesturbyggð hóf söfnun undirskriftanna fyrir rúmum mánuði en þar eru þingmenn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg í Þorskafirði og þvert yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Þingmenn eru hvattir til að víkja til hliðar óverulegum einkahagsmunum en tryggja í staðinn hagsmuni heils landshluta þar sem byggð á Vestfjörðum þoli ekki frekari seinkun á samgöngubótum. Undirskriftunum, sem eru að sögn Magnúsar, nærri eitt þúsund talsins, var safnað á Patreksfirði, Tálknafirði, Bíldudal og á Reykhólum, og verða þær afhentar þeim þingmönnum sem mæta klukkan þrjú í dag í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði. Einn þingmaður, Ólína Þorvarðardóttir, segist í svari ekki styðja áskorun um að þessi vegagerð verði knúin í gegn með sérlögum, eftir Hæstaréttardóm og þvert á vegalög, - hún sé ekki tilbúin að ganga svo langt í vinsældasókn - jafnvel ekki í sínu eigin kjördæmi. "Ég tel það sé ekki meirihluti fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þessum hætti, - enda væri þá vandlifað og ótraust í henni veröld, ef þingmenn og stjórnvöld gætu einatt knúið fram vilja sinn með því að setja sérlög gegn almennri gildandi löggjöf sem fyrir er," segir Ólína í svari sínu og bætir við: "Það eru aðrar leiðir færar í þessu máli - það er hægt að leggja göng í gegnum hálsana, brúa Þorskafjörð, fara utan við annan hálsinn og í gegnum hinn. Við þurfum ekki endilega að fara í gegnum Teigskóg og storka dómum Hæstaréttar til þess að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum komist öruggir leiðar sinnar út úr fjórðungnum. Málið er hægt að leysa með því einu að samgönguyfirvöld líti raunæft á aðra þá valkosti sem eru í stöðunni," segir Ólína.
Teigsskógur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira