Akureyri fær þriðja sénsinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 13:00 Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Daníel Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Sjá meira
Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Sjá meira