Ekki ofurskatta Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. mars 2011 09:14 Eftir bankahrun er afstaða almennings til bankanna önnur og neikvæðari en til flestra annarra fyrirtækja. Það er ástæða þess að fréttir af launum bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka hafa vakið jafnhörð viðbrögð og raun ber vitni. Í báðum fyrirtækjum hafa laun bankastjóra verið hækkuð talsvert og nema á þriðju milljón króna á mánuði, auk þess sem bankastjóri Arion fékk tíu milljóna króna eingreiðslu fyrir að færa sig úr forstjórastóli í öðru fyrirtæki. Viðbrögðin hér á landi eru ekki einsdæmi. Almenningur í ýmsum löndum hefur reynt afleiðingar bankahrunsins á eigin skinni. Skattgreiðendur hafa þurft að greiða svimandi háar fjárhæðir til að halda bönkum á floti. Í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnt að undanförnu að stjórnendur banka, sem skattgreiðendur komu til bjargar, fái nú háar bónusgreiðslur. Færð hafa verið rök fyrir því að bónuskerfi bankanna fyrir hrun hafi stuðlað að því að menn hafi tekið of mikla áhættu, sem var einn þeirra þátta sem leiddi til bankahrunsins. Bæði þar og hér hefðu eigendur og forsvarsmenn bankanna átt að átta sig á þeirri viðkvæmu stöðu sem þeir voru í og halda aftur af launahækkunum bankastjóranna. Það á ekki sízt við þegar almennum launþegum á vinnumarkaði, þar á meðal í bönkunum, er sagt í kjaraviðræðum að litlir möguleikar séu á verulegum launahækkunum. Hins vegar er það rangt, sem haldið er fram að „ofurlaunin" í bönkunum séu komin aftur. Laun bankastjóranna eru langt frá þeim ofurkjörum upp á hundruð milljóna eða milljarða sem tíðkuðust hjá æðstu mönnum bankanna fyrir hrun. Og þegar litið er í tekjublöðin frá því í fyrra sést að tugir forstjóra og framkvæmdastjóra í stærstu fyrirtækjum landsins eru með svipuð laun eða hærri en bankastjórarnir. Til lengri tíma litið verða bankarnir að vera samkeppnishæfir í launum við önnur stór fyrirtæki í landinu. Hin misráðna stefna ríkisstjórnarinnar, að halda eigi öllum launum stjórnenda hjá hinu opinbera – og helzt öllum launum í landinu – innan við milljónina, hefur skekkt alla umræðu um launamál. Hæft fólk mun ekki fást í störf forstjóra stórra ríkisstofnana, lækna, dómara, saksóknara eða önnur slík ef það getur gengið að hærri launum í einkageiranum hér á landi eða erlendis. Þannig er bankastjóri Landsbankans nærri örugglega á of lágum launum, enda ekki hálfdrættingur á við kollega sína í einkabönkunum. Ráðherrar og stjórnarþingmenn virðast sjá það ráð helzt til að reka menn til baka með óvinsæla launahækkun í bönkunum að hóta 70-80% skattlagningu á öll laun umfram milljón eða tólf hundruð þúsund. Þetta er snargalin tillaga, sem myndi koma hart niður á til dæmis læknum, sjómönnum, lögmönnum og athafnafólki. Ofurskattar af þessu tagi myndu sópa mörgu af hæfasta fólkinu út úr landinu – og sennilega ýmsum af arðbærustu fyrirtækjunum líka. Geggjaður málflutningur af þessu tagi gerir heldur ekkert til að lappa upp á orðspor íslenzks efnahagslífs út á við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Eftir bankahrun er afstaða almennings til bankanna önnur og neikvæðari en til flestra annarra fyrirtækja. Það er ástæða þess að fréttir af launum bankastjóra Arion banka og Íslandsbanka hafa vakið jafnhörð viðbrögð og raun ber vitni. Í báðum fyrirtækjum hafa laun bankastjóra verið hækkuð talsvert og nema á þriðju milljón króna á mánuði, auk þess sem bankastjóri Arion fékk tíu milljóna króna eingreiðslu fyrir að færa sig úr forstjórastóli í öðru fyrirtæki. Viðbrögðin hér á landi eru ekki einsdæmi. Almenningur í ýmsum löndum hefur reynt afleiðingar bankahrunsins á eigin skinni. Skattgreiðendur hafa þurft að greiða svimandi háar fjárhæðir til að halda bönkum á floti. Í Bretlandi hefur verið harðlega gagnrýnt að undanförnu að stjórnendur banka, sem skattgreiðendur komu til bjargar, fái nú háar bónusgreiðslur. Færð hafa verið rök fyrir því að bónuskerfi bankanna fyrir hrun hafi stuðlað að því að menn hafi tekið of mikla áhættu, sem var einn þeirra þátta sem leiddi til bankahrunsins. Bæði þar og hér hefðu eigendur og forsvarsmenn bankanna átt að átta sig á þeirri viðkvæmu stöðu sem þeir voru í og halda aftur af launahækkunum bankastjóranna. Það á ekki sízt við þegar almennum launþegum á vinnumarkaði, þar á meðal í bönkunum, er sagt í kjaraviðræðum að litlir möguleikar séu á verulegum launahækkunum. Hins vegar er það rangt, sem haldið er fram að „ofurlaunin" í bönkunum séu komin aftur. Laun bankastjóranna eru langt frá þeim ofurkjörum upp á hundruð milljóna eða milljarða sem tíðkuðust hjá æðstu mönnum bankanna fyrir hrun. Og þegar litið er í tekjublöðin frá því í fyrra sést að tugir forstjóra og framkvæmdastjóra í stærstu fyrirtækjum landsins eru með svipuð laun eða hærri en bankastjórarnir. Til lengri tíma litið verða bankarnir að vera samkeppnishæfir í launum við önnur stór fyrirtæki í landinu. Hin misráðna stefna ríkisstjórnarinnar, að halda eigi öllum launum stjórnenda hjá hinu opinbera – og helzt öllum launum í landinu – innan við milljónina, hefur skekkt alla umræðu um launamál. Hæft fólk mun ekki fást í störf forstjóra stórra ríkisstofnana, lækna, dómara, saksóknara eða önnur slík ef það getur gengið að hærri launum í einkageiranum hér á landi eða erlendis. Þannig er bankastjóri Landsbankans nærri örugglega á of lágum launum, enda ekki hálfdrættingur á við kollega sína í einkabönkunum. Ráðherrar og stjórnarþingmenn virðast sjá það ráð helzt til að reka menn til baka með óvinsæla launahækkun í bönkunum að hóta 70-80% skattlagningu á öll laun umfram milljón eða tólf hundruð þúsund. Þetta er snargalin tillaga, sem myndi koma hart niður á til dæmis læknum, sjómönnum, lögmönnum og athafnafólki. Ofurskattar af þessu tagi myndu sópa mörgu af hæfasta fólkinu út úr landinu – og sennilega ýmsum af arðbærustu fyrirtækjunum líka. Geggjaður málflutningur af þessu tagi gerir heldur ekkert til að lappa upp á orðspor íslenzks efnahagslífs út á við.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun