Segir nei í þjóðaratkvæði seinka aðkomu ríkisins að mörkuðum 16. mars 2011 12:12 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson á fundinum í morgun. Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs. Icesave Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs.
Icesave Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira