Segir nei í þjóðaratkvæði seinka aðkomu ríkisins að mörkuðum 16. mars 2011 12:12 Þórarinn G. Pétursson og Már Guðmundsson á fundinum í morgun. Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs. Icesave Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave mun seinka aðkomu ríkissjóðs að erlendum skuldabréfamörkuðum að mati seðlabankastjóra. Gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta er ekki lokið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextir á viðskiptareikningum í bönkum og sparisjóðum verða áfram 3,25 prósent og hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 4 prósent. Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að útlit sé fyrir að verðbólga, sem nú mælist 1,9 prósent, verði heldur meiri á næstunni en áður hafði verið spáð. Þá bendi spár Hagstofunnar til þess að landsframleiðslan hafi dregist meira saman fyrr en Seðlabankinn spáði í febrúar. Þá segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar að óvissa um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave gefi tilefni til sérsatkrar aðgæslu um þessar mundir.Áform um afnám hafta munu ganga hægar Á kynningarfund í Seðlabankanum í morgun útskýrði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefði fyrir mótun peningastefnu bankans. „Það er mitt mat miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og það sem við höfum orðið áskynja að nei (í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave) muni tefja fyrir endurkomu ríkissjóðs á erlenda fjármagnsmarkaði og gera hana erfiða í nokkurn tíma. Og þar af leiðandi munu þá áform um afnám gjaldeyrishafta ganga hægar fram heldur en ella," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Seðlabankastjóri tók hins vegar sérstaklega fram að óvissu væri háð hvað þetta myndi tefja mikið fyrir, þ.e það lægi í raun og veru ekki fyrir. „Auðvitað vitum við ekki í hvaða mæli það mun tefja, en auðvitað ef það er í miklum mæli þá gæti það kallað á það að við myndum þurfa að greiða niður erlendu lánin í lok þessa árs beint af gjaldeyrisforðanum. Og þá munum við væntanlega þurfa að gefa í eitthvað í gjaldeyriskaupum og það myndi þýða lægra gengi, eitthvað aðeins meiri verðbólgu, eitthvað aðeins lægri kaupmátt," sagði Már. Margir „kokkar" Á fundinum í morgun kom fram að tafir hefðu orðið á gerð áætlunar um afnám gjaldeyrishafta, m.a þar sem margir kæmu að gerð hennar og margt hefði áhrif á áætlunina. Það var orðað þannig að margir „kokkar" kæmu að smíði áætlunarinnar. „Ástæða seinkunar, fjöldi kokka, það má ekki líta á það í neinni neikvæðri merkingu því það er mjög jákvætt að þarna séu margir kokkar. Vegna þess að þið vitið að þið fáið besta matinn úr þeim eldhúsum þar sem er fleiri en einn kokkur. Áætlunin verður betri fyrir bragðið. Auðvitað eru í þessu ýmsar flækjur, sérstaklega þegar horft er aðeins lengra fram á við," sagði Már. Már sagði að huga þyrfti að mörgu, en sagðist geta lofað því að í áætluninni yrði ekki tímasetningar um hvað yrði afnumið hvenær og hvað ekki. „Fyrstu skref í áætluninni munu gefa okkur mjög miklar upplýsingar." Þá kom fram á fundinum í morgun að Seðlabankinn hefði í smíðum sérstaka skýrslu um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu sem kemur út í byrjun næsta árs.
Icesave Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira