Markadrottningin Hrefna Huld Jóhannesdóttir skrifaði í gær undir samning við Aftureldingu. Hrefna Huld verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu sem er þjálfað af John Andrews.
Hrefna er ein helsta markamaskína íslenska boltans á undanförnum árum og hefur skorað 177 mörk í 207 leikjum í efstu deild.
Hún hefur einnig leikið 10 A-landsleiki ásamt fjölmörgum leikjum með yngri landsliðum.
Hrefna hefur lengst af leikið með KR á sínum ferli en var í herbúðum Þróttar á síðasta tímabili.
Hún mun klárlega styrkja hið unga lið Aftureldingar mikið.
