Björgólfur Thor kýs ekki um Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2011 18:30 Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson ætlar ekki að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave þar sem hann hefur ekki tekið þátt í kosningum hér á landi í mörg ár. Hann býst við að eignir Landsbankans muni duga að fullu fyrir Icesave. Björgólfur Thor var stærsti hluthafinn í Landsbankanum ásamt föður sínum. Nokkuð hefur verið rætt um ábyrgð Björgólfs Thors á Icesave-ævintýrinu og hefur alþingismaðurinn Þór Saari m.a sagt opinberlega að hann telji réttast að Björgólfsfeðgar beri kostnaðinn vegna reikninganna sjálfir.Aldrei sagt þetta koma sér við Björgólfur Thor sat ekki í stjórn Landsbankans og hefur alla tíð sagt að hann beri ekki ábyrgð á þessum reikningum, hann hafi ekki átt hugmyndina að innlánasöfnun erlendis og ekki skipt sér af rekstri bankans að neinu leyti. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort Björgólfur Thor liti svo á að hann bæri einhverja ábyrgð á Icesave-reikningunum, nú þegar nokkrar vikur eru í þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Hvort sem það væri siðferðileg ábyrgð sem eiganda bankans eða önnur ábyrgð. Talsmaður hans, Ragnhildur Sverrisdóttir, vísaði í afstöðu sem hann hefur áður sett fram á vef sínum, en þar segir: „Frá hruni bankakerfisins hefur Icesave-deilan við Breta og Hollendinga orðið tákngervingur alls þess sem úrskeiðis fór. Ég tók ekki ákvörðun um stofnun þeirra reikninga, enda stýrði ég ekki Landsbanka Íslands þótt ég ætti stóran hlut í honum." Björgólfur Thor hefur alltaf verið þeirrar sannfæringar að eignir þrotabús Landsbankans muni duga fyrir skuldbindingum vegna Icesave og það hefur ekkert breyst, að sögn talsmanns hans. Þá fengust þau svör að hann myndi ekki greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl næstkomandi þar sem hann væri búsettur erlendis og hefði lítið beitt atkvæðisrétti sínum liðnum árum. Þá vildi Björgólfur Thor ekki tjá sig um afstöðu sína til laganna, þ.e hvort hann væri hlynntur þeim eða andvígur. Utankjörfundaratvæðagreiðsla vegna Icesave-reikninganna hófst í gær en klukkan þrjú í dag höfðu 390 manns kosið á landinu öllu samkvæmt upplýsingum frá sýslumanni. Í nýrri könnun um málið sem birt er í Viðskiptablaðinu kemur fram að þjóðin er klofin í málinu en 52 prósent ætla að greiða atkvæði um að lög vegna samninganna haldi gildi sínu meðan 48 prósent eru andvíg og ætla að fella lögin. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira