Innlent

Gunnar Rúnar fór handjárnalaus í klippingu á Selfossi í gær

Gunnar Rúnar Sigurþórsson fór í klippingu handjárnalaus á Selfossi í gær og í fylgd hans var einn gæslumaður. Gæslumaðurinn stóð um sex metra frá Gunnari Rúnari meðan hágreiðslukonan klippti hann og snéri baki í hann. Þetta kom fram í Reykjavík Síðdegis í dag.



„Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt að þetta skuli viðgangast," segir Helgi Már Gíslason, talsmaður fjölskyldu Hannesar Þórs, í samtali við þáttinn. „Við munum fara fram á svör, við munum hiklaust spyrjast fyrir um það hvernig þú getir unnið þér það inn á þremur dögum að fá ferð á Selfoss í klippingu," segir Helgi Már.



Gunnar Rúnar var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu um refsingu vegna morðsins á Hannesi Þór Helgasyni. En þar var hann metinn ósakhæfur og dæmdur til vistunar á Sogni. Í mati geðlækna kom fram að hann væri hættulegur og væri haldinn ranghugmyndum.



Hægt er að hlusta á hljóðbrot Reykjavík Síðdegis um málið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×