Handbolti

Naumur sigur Fylkisstelpna á Haukum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna María Einarsdóttir.
Sunna María Einarsdóttir. Mynd/Vilhelm
Fylkir vann nauman en mikilvægan 22-21 sigur á Haukum í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Fylkishöllinni. Fylkir náði þar með þriggja stiga forskoti á íBV í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Þetta var annar sigur Fylkisliðsins í röð eftir að Eyjastúlkur höfðu tekið af þeim fjórða sætið en ÍBV á leik inni á móti bikarmeisturum Fram á morgun.

Sunna María Einarsdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir Fylki í kvöld en Viktoría Valdimarsdóttir, Þórunn Friðriksdóttir og Sandra Sif Sigurjónsdóttir skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka.



Fylkir-Haukar 22-21 (14-11)

Mörk Fylkis:
Sunna María Einarsdóttir 6, Sunna Jónsdóttir 6, Sigríður Hauksdóttir 2, Nataly Sæunn Valencia 2, Unnur Ómarsdóttir 2, Anna María Guðmundsóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Áslaug Gunnarsdóttir 1, Arna Erlingsdóttir 1.

Mörk Hauka:
Viktoría Valdimarsdóttir 4, Þórunn Friðriksdóttir 4, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 4, Katerína Baumruk 2, Karen Helga Sigurjónsdóttir 2, Erla Eiríksdóttir 1, Þórdís Helgadóttir 1, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Hekla Hannesdóttir 1, Elsa Björg Árnadóttir 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×