Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 12:00 Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is
Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15