Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 17:15 Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, (t.h) í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau. Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
„Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir," segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. Ragnar segir að hann styðji nýju samningana m.a á þeirri forsendu að ef niðurstaða dómstóla yrði sú að íslenska ríkið hefði að einhverju leyti vanrækt skyldur sínar í sambandi við Tryggingarsjóð innistæðueigenda þannig að íslenska ríkið yrði að taka afleiðingunum af því og bera tjónið þá yrði það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa nú tekist um. Hann segir aukna áhættu fólgna í málaferlum og segist því ætla að greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Misskilningur í umræðunni um nýju samningana Ragnar segir samt mikilvægt að leiðrétta ákveðinn misskilning sem hafi verið í umræðunni um nýju samningana, en hann lúti að ákvæði samninganna varðandi úthlutun upp í innistæðukröfur. „Í upphaflegum samningum við Breta og Hollendinga voru ákvæði þess efnis að íslenski tryggingarsjóðurinn skyldi í öllu tilliti hafa sömu stöðu við úthlutun úr búinu og hinir erlendu tryggingasjóðir, og ef niðurstaða íslenskra dómstóla yrði að íslenski sjóðurinn ætti að fá hærra hlutfall upp í sínar kröfur en hinir erlendu skyldi íslenski sjóðurinn „skila" hinum erlendu mismuninum þannig að allir fengju sama hlutfall þegar upp væri staðið. Ég lýsti þeirri skoðun í blaðagreinum sumarið 2009 að ég teldi þessi samningsákvæði fráleit og að þarna hefðu samningamenn Íslands gert mistök sem nauðsynlegt væri að fá leiðrétt," segir Ragnar. Hann segir ljóst að þetta hafi ekki verið alveg auðvelt því að upphaflegu samningsákvæðin hafi verið í samræmi við það sem fyrri íslenska samninganefndin taldi vera íslenskar réttarreglur á þessu sviði. „Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir. Í þeim samningi sem nú verða greidd atkvæði um eru skýr ákvæði um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verða hin endanlega niðurstaða um þau, að því tilskildu að þær verði ekki andstæðar áliti frá EFTA-dómstólnum. Það er þess vegna ekki rétt sem heyrst hefur, að ákvæði um þetta sé ekki í nýjustu útgáfunni af Icesave-samningum," segir Ragnar. Hann segir að hann geti samt sætt sig við nýju samningana og muni styðja þá vegna hinna skýru ákvæða um að niðurstöður íslenskra dómstóla um þessi álitaefni verði hin endanlega niðurstaða um þau.
Icesave Tengdar fréttir Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. 21. febrúar 2011 12:00