Vilja fresta aðildarviðræðum vegna Icesave Andri Ólafsson skrifar 21. febrúar 2011 18:42 Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande. Icesave Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Hollenskir þingmenn vilja að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði frestað ef Íslendingar fella Icesavesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fréttir af því að Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu hafa vakið hörð viðbrögð margra þingmanna á hollenska Þinginu. Einn þeirra er Mark Harbers, þingmaður frjálslyndra, sem er stærsti flokkurinn á þinginu en flokkurinn leiðir minnihlutastjórnina sem nú er við völd í Hollandi. „Já, ég get vel skilið að þetta sé eins og fiskbein í hálsi Íslendinga en þeir skuldbundu sig til að endurgreiða peningana. Í hita kreppunnar 2008 fengu Íslendingar líka stór lán frá AGS og þau voru veitt með því skilyrði að Íslendingar borguðu þessar skuldir. Nú liggur fyrir góður samningur, vaxtaprósentan hefur lækkað, þeir fá 30 ár til að greiða þetta. Svo ég segi: Nú ættu Íslendingar, svona einu sinni, að segja já." Og ef það gerist ekki, hvað þá? „Íslendingar vilja ganga í Evrópusambandið. Ég held að þeir muni vita að það sé betra að vera í ESB á krepputímum eins og hafa verið síðustu ár. Ef ég fæ einhverju ráðið mun Holland koma í veg fyrir það ef þeir borga ekki skuldir sínar. AGS hefur einnig krafist þess að þessi skuld verði greidd svo þetta getur líka haft áhrif á þau lán sem Íslendingar fengu frá AGS." Jolande Sap er formaður vinstri grænna sem eiga 10 sæti á þingi Hún segir að ef Íslendingar fella Icesamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi að setja aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið á bið. „Þetta er ekki hótun heldur niðurstaða. Þetta er samningur sem við teljum að eigi að standa við. Það er mjög sanngjörn tillaga sem lögð hefur verið fyrir Íslendinga. Þeir höfðu nokkuð til síns máls í fyrra skiptið, vextirnir voru háir, en nú hafa þeir lækkað verulega og við höfum náð sanngjarnri niðurstöðu. Ef þeir eru ekki sammála þessu hefur það sínar afleiðingar," segir Jolande.
Icesave Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira