Útilokar ekki að höfða skaðabótamál 26. febrúar 2011 12:13 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum. Icesave Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, útilokar ekki að ríkið muni höfða skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Landsbankans vegna Icesave. Ekkert bendir þó til þess að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi samkvæmt rannsókn Deloite í Lundúnum. Icesave reikningar Landsbankans voru stofnaði í Bretlandi árið 2006 og í Hollandi í maí árið 2008 aðeins fimm mánuðum fyrir hrun. Á þessum tíma náði bankinn að safna rúmum þrettán hundruð milljörðum króna í formi innlána. Í nýrri skýrslu Deloite í Lundúnum sem unnin var fyrir slitastjórn Landsbankans er meðal annars ítarleg greining á því í hvað innistæður á Icesavereikningunum voru notaðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru innistæðurnar að mestu notaðar til að endurfjármögnunar á lánum bankans og til útlána til viðskiptavina í Bretlandi. Í skýrslunni koma ekki fram ásakanir um að fjármunir af Icesave reikningunum hafi verið notaðir í ólögmætum tilgangi. Almennt er talið að kostnaður íslenskra skattgreiðenda vegna Icesave samkomulagsins verði um fimmtíu milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé hlutverk skilanefndar Landsbankans að ná til baka verðmætum sem gætu lækkað kostnað almennings vegna Icesave. Hann útilokar ekki að stjórnendur og eigendur Landsbankans verði sóttir til saka vegna málsins. „Sá þáttur sem að ríkinu gæti snúið er fyrst og fremst ef skattamál tengjast við þetta og ef að hugsanlega kæmu upp spurningin um skaðabætur. Við að sjálfsögðu munum fylgjast með því og erum með nefnd sem hefur það hlutverk að fara yfir möguleikana í þeim efnum ef þeir koma upp," segir Steingrímur. En er það ekki að þínu mati réttlætismál að þjóðin fái einhverja tilfinningu fyrir því að þeir menn sem báru ábyrgð á þessum reikningum að þeir svari til saka hvað það varðar? „Jú enda mikil ósköp enda eru öll þessi mál hjá sérstökum saksókanra. Við skulum ekki gleyma því að öll þessi mál eru þar undir. Það er verið að rannsaka alla stóru bankana þrjá og við verðum að treysta því að það sem er saknæmt fari sína leið í kerfinu og menn verði látnir axla ábyrgð eftir því sem lög og reglur og efni standa til," segir Steingrímur að lokum.
Icesave Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira