Siv ætlar að segja já við Icesave samningnum Boði Logason skrifar 27. febrúar 2011 16:42 Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum. Icesave Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
„Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum.
Icesave Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira