Handbolti

Valsmenn unnu meistarana á Ásvöllum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson.
Valsmaðurinn Fannar Þór Friðgeirsson. Mynd/Stefán
Valsmenn hristu af sér slyðruorðið með fjögurra marka sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 24-20 á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn voru aðeins búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn.

Valsmenn komust upp í þriðja sæti deildarinnar úr því fimmta með þessum sigri þar sem að HK tapaði fyrir Stjörnunni en fjögur efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Valsmenn voru einu marki yfir í hálfleik, 10-9, en skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og voru með góð tök á leiknum eftir það.

Haukum nægði stig út úr þessum leik til þess að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en þeir verða bíða um sinn að klára það formsatriði.

Haukar-Valur 20-24 (9-10)

Mörk Hauka: Sigurbergur Sveinsson 10, Elías Már Halldórsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 2, Heimir Óli Heimisson 1, Einar Örn Jónsson 1.

Mörk Vals: Fannar Þór Friðgeirsson 8, Elvar Friðriksson 5, Arnór Þór Gunnarsson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Sigfús Páll Sigfússon 2, Sigurður Eggertsson 2, Jón Björgvin Pétursson 1, Ingvar Árnason    1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×