Innlent

Mega sýna álagningarskrár áfram

Skyggnst í skattana Borgar Þór Einarsson mótmælti aðgangi almennings að álagningarskrám á skrifstofu skattstjóra fyrir nokkrum árum.
Skyggnst í skattana Borgar Þór Einarsson mótmælti aðgangi almennings að álagningarskrám á skrifstofu skattstjóra fyrir nokkrum árum.

Hæstiréttur hefur vísað frá máli Borgars Þórs Einarssonar gegn Skattstjóranum í Reykjavík.

Krafist var viðurkenningar á því að skattstjóra væri óheimilt að leggja fram til sýnis álagningarskrá þar sem tilgreindir voru skattar sem á hann höfðu verið lagðir. Taldi stefnandi að með þessu væri brotið gegn friðhelgi einkalífs hans.

Málinu var vísað úr héraðsdómi á síðasta ári á þeim rökum að þrátt fyrir að tekið yrði tillit til krafna stefnanda og bannað væri að birta fjárhæðir einstakra skatta, sem lög um tekjuskatt taka fram, væri engu að síður heimilt að birta fjárhæð skatta og gjalda samkvæmt öðrum lögum. Þar með talið er útsvar, sem heyrir undir lög um tekjustofna sveitarfélaga, og ætti að geta gefið jafngóðar upplýsingar um tekjur stefnda og hinar upphæðirnar.

Því taldi Hæstiréttur að krafan veitti ekki úrlausn um réttindi hans, heldur fæli einungis í sér að leitað væri álits dómstóla um lögfræðilegt efni.

Af slíku hefði stefndi ekki lögvarða hagsmuni og því hefði verið óhjákvæmilegt að vísa málinu frá dómi. Aðilar munu bera hvor sinn kostnað af málinu.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×