Skilningur að aukast á þörfinni til aðgerða - Fréttaskýring 22. október 2010 06:00 Í stjórnarráðinu Hagmunasamtök heimilanna eiga fulltrúa í sérfræðingaráði því sem nú fer yfir leiðir til að leysa úr vanda heimila í skuldavanda. Myndin er frá fundi samtakanna með ríkisstjórninni í byrjun mánaðarins.Fréttablaðið/GVA Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Hvernig félagsskapur er Hagsmunasamtök heimilanna? „Í dag eru félagar í Hagsmunasamtökum heimilanna á fimmta þúsund talsins,“ segir Marinó G. Njálsson, talsmaður og stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Samtökin hafa verið áberandi í umræðu um skuldavanda heimilanna og kallað hefur verið eftir áliti þeirra á lagafrumvörpum og aðgerðum hins opinbera. Til marks um stöðu samtakanna er að Marinó situr í þeirra nafni í sérfræðingaráði forsætisráðuneytisins sem nú liggur yfir leiðum til að bregðast við skuldavanda ríkisstjórnarinnar. Marinó segir félaga samt vel mættu vera fleiri, en telur samtökin þó sækja stuðning vel út fyrir raðir félaga sinna. „Ég held að við séum að tala fyrir munn mun fleiri,“ segir hann. „Þótt líka séu einhverjir sem ekki eru sáttir við okkar málflutning.“ Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og á vef þeirra eru þau sögð frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu. Marinó segir rætur samtakanna liggja í því að strax eftir hrun hafi nokkrir farið að láta til sín taka í almennri þjóðlífsumræðu. Nokkur tilviljun hafi svo ráðið því að undirbúningshópur sá er vann að stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna náði saman. Marinó mætti á stofnfundinn sem áhugamaður og var þá kosinn í varastjórn. Hann segir starfið fyrir samtökin unnið í sjálfboðaliðastarfi og að sá um fimmtán manna hópur sem virkastur sé í starfinu hafi þurft að leggja á sig nokkurn kostnað og gefa ómælda vinnu til að halda verkinu gangandi. Samtökin séu hins vegar dæmi um hvernig sprottið geti úr grasrótinni öflugur þrýstihópur. Samtökin hafi þannig allt frá stofnun haft ákveðna vigt í umræðu um aðgerðir í efnahagsmálum eftir hrun. „Það byrjaði strax 1. febrúar 2009, en þá var að koma saman ný stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Jóhanna [Sigurðardóttir forsætisráðherra] segir strax á þeim kynningarfundi að hún ætli að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna,“ segir Marinó. Núna segir Marinó að skilningur sé að aukast á því að fara þurfi í mun víðtækari aðgerðir en áður hafi verið gert. „Það er hins vegar ekki samhljómur um hvort aðgerðirnar eiga að vera almennar eða sérmiðaðar,“ segir hann og vill ekki spá fyrir um hvort sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins nái að ljúka störfum sínum um eða upp úr næstu helgi. „Menn eiga ekki annarra kosta völ en að ná sátt,“ segir hann, en aðalmálið sé að niðurstaðan verði góð. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent