Vísaforstjóri kannast ekki við fullyrðingar Davíðs SB skrifar 13. apríl 2010 14:01 Höskuldur H. Ólafsson forstjóri Valitors. Segir aðgerðir Seðlabankans hafa reynst vel. Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun. "Það skildi enginn það, það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast öll vísakort manna," er haft eftir Davíð Oddssyni í Rannsóknarskýrslunni. Þekki ekki þessa rökfærslu," segir Höskuldur. "Það sem á sér stað að Seðlabankinn tekur yfir ábyrgðir sem áður hvíldu á hinum föllnu bönkum. Með þessu náðist að tryggja hnökralausa virkni greiðslumiðlunar með kortum." Líkt og Vísir greindi frá í gær segir Davíð ennfremur í skýrslunni að sem betur fer hafi almenningur ekki haft vitneskju um þá staðreynd að Seðlabankinn fór á svig við lög. "Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir," sagði Davíð. Höskuldur segir náið samstarf hafa verið við Seðlabankan á þessum tíma en hvað varðar fullyrðingu Davíðs segir Höskuldur: "Hvað varðar heimildir Seðlabanka þá veit ég ekki hvað við er átt." Höskuldur segir að endingu að með aðgerðum Seðlabankans hafi verið komið í veg fyrir mikil vandræði. "Kortanotkun hefði líklega truflast sem hefði fyrst komið illa við þúsundir íslenskra korthafa sem staddir voru erlendis. Aðrar afleiðingar er vandasamt að ráða í en með samstilltum aðgerðum hélst full virkni eins og að var stefnt." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun. "Það skildi enginn það, það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast öll vísakort manna," er haft eftir Davíð Oddssyni í Rannsóknarskýrslunni. Þekki ekki þessa rökfærslu," segir Höskuldur. "Það sem á sér stað að Seðlabankinn tekur yfir ábyrgðir sem áður hvíldu á hinum föllnu bönkum. Með þessu náðist að tryggja hnökralausa virkni greiðslumiðlunar með kortum." Líkt og Vísir greindi frá í gær segir Davíð ennfremur í skýrslunni að sem betur fer hafi almenningur ekki haft vitneskju um þá staðreynd að Seðlabankinn fór á svig við lög. "Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir," sagði Davíð. Höskuldur segir náið samstarf hafa verið við Seðlabankan á þessum tíma en hvað varðar fullyrðingu Davíðs segir Höskuldur: "Hvað varðar heimildir Seðlabanka þá veit ég ekki hvað við er átt." Höskuldur segir að endingu að með aðgerðum Seðlabankans hafi verið komið í veg fyrir mikil vandræði. "Kortanotkun hefði líklega truflast sem hefði fyrst komið illa við þúsundir íslenskra korthafa sem staddir voru erlendis. Aðrar afleiðingar er vandasamt að ráða í en með samstilltum aðgerðum hélst full virkni eins og að var stefnt."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24