Vísaforstjóri kannast ekki við fullyrðingar Davíðs SB skrifar 13. apríl 2010 14:01 Höskuldur H. Ólafsson forstjóri Valitors. Segir aðgerðir Seðlabankans hafa reynst vel. Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun. "Það skildi enginn það, það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast öll vísakort manna," er haft eftir Davíð Oddssyni í Rannsóknarskýrslunni. Þekki ekki þessa rökfærslu," segir Höskuldur. "Það sem á sér stað að Seðlabankinn tekur yfir ábyrgðir sem áður hvíldu á hinum föllnu bönkum. Með þessu náðist að tryggja hnökralausa virkni greiðslumiðlunar með kortum." Líkt og Vísir greindi frá í gær segir Davíð ennfremur í skýrslunni að sem betur fer hafi almenningur ekki haft vitneskju um þá staðreynd að Seðlabankinn fór á svig við lög. "Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir," sagði Davíð. Höskuldur segir náið samstarf hafa verið við Seðlabankan á þessum tíma en hvað varðar fullyrðingu Davíðs segir Höskuldur: "Hvað varðar heimildir Seðlabanka þá veit ég ekki hvað við er átt." Höskuldur segir að endingu að með aðgerðum Seðlabankans hafi verið komið í veg fyrir mikil vandræði. "Kortanotkun hefði líklega truflast sem hefði fyrst komið illa við þúsundir íslenskra korthafa sem staddir voru erlendis. Aðrar afleiðingar er vandasamt að ráða í en með samstilltum aðgerðum hélst full virkni eins og að var stefnt." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun. "Það skildi enginn það, það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast öll vísakort manna," er haft eftir Davíð Oddssyni í Rannsóknarskýrslunni. Þekki ekki þessa rökfærslu," segir Höskuldur. "Það sem á sér stað að Seðlabankinn tekur yfir ábyrgðir sem áður hvíldu á hinum föllnu bönkum. Með þessu náðist að tryggja hnökralausa virkni greiðslumiðlunar með kortum." Líkt og Vísir greindi frá í gær segir Davíð ennfremur í skýrslunni að sem betur fer hafi almenningur ekki haft vitneskju um þá staðreynd að Seðlabankinn fór á svig við lög. "Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir," sagði Davíð. Höskuldur segir náið samstarf hafa verið við Seðlabankan á þessum tíma en hvað varðar fullyrðingu Davíðs segir Höskuldur: "Hvað varðar heimildir Seðlabanka þá veit ég ekki hvað við er átt." Höskuldur segir að endingu að með aðgerðum Seðlabankans hafi verið komið í veg fyrir mikil vandræði. "Kortanotkun hefði líklega truflast sem hefði fyrst komið illa við þúsundir íslenskra korthafa sem staddir voru erlendis. Aðrar afleiðingar er vandasamt að ráða í en með samstilltum aðgerðum hélst full virkni eins og að var stefnt."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24