Handbolti

Óskar Bjarni segir framtíð sína óljósa

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
„Nei það er ekki alveg á hreinu hvað ég geri," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur liðsins gegn Akureyri í kvöld er hann var spurður um framtíð sína en ljóst er að Óskar mun ekki stýra Valsliðinu næsta vetur.

„En hér fékk ég öll mín tækifæri og ég er Valsari í húð og hár líkt og öll mín fjölskylda og ég sé mig ekki annarstaðar nema þá að ég fari eitthvað út. En maður veit aldrei með lífið, það er ótrúlegt," sagði Óskar.

Aðspurður hvort að hann væri á leið erlendis hikaði Óskar en gaf þó lítið upp. Hann ætlar að klára Haukana og sjá svo til um framhaldið.

„Já-nei, það er eiginlega bara erfitt að segja núna. Það sem að ég gef út er að ég ætla bara að einbeita mér að því að vinna Haukana og svo bara er ég Valsari og svo sjáum við bara til hvað stendur," sagði Óskar Bjarni að lokum sáttur eftir sigurinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×