Kínastjórn vill sameiningu Kóreuríkja 1. desember 2010 00:30 Ekki hrifin Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór ekki dult með andúð sína á framtaki Wikileaks.fréttablaðið/AP Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira