Umfjöllun: Fram vann auðveldan sigur á Selfossi Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar 25. nóvember 2010 20:55 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira