Innlent

Var sýknaður af hylmingu

Ari Gísli Bragason.
Ari Gísli Bragason.

Ari Gísli Bragason hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið sýknaður af hylmingu.

Ara Gísla var gefið að sök að hafa tekið við hundrað fornbókum og átta Íslandskortum úr hendi Böðvars Yngva Jakobssonar, þótt hann vissi að þeirra hefði verið aflað með auðgunarbroti. Alls hafði 296 fornbókum og átta Íslandskortum að verðmæti um fjörutíu milljónir króna verið stolið úr safni Böðvars heitins Kvaran. Bækurnar hundrað voru hluti þýfisins.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×