„Líður tíminn alltaf jafn hratt?“ 14. apríl 2010 06:00 Bókmenntir Pétur Gunnarsson ræðir hættu gleymskunnar. Frettablaðið/Róbert Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál. Lífið Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál.
Lífið Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira