Handbolti

Fimm marka sigur Vals á Haukum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það var hart barist í leiknum í kvöld.
Það var hart barist í leiknum í kvöld. Mynd/Vilhelm

Valur er kominn í 1-0 í einvíginu við Hauka í undanúrslitum N1-deildar kvenna eftir 28-23 sigur í Vodefonehöllinni í kvöld. Sigra þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit.

Haukar leiddu með einu marki, 11-12, í leikhléi og komust síðan í 18-13. Valur svaraði því með frábærum 15 mínútna kafla þar sem þær náðu fimm marka forskoti, 25-20. Það dugði til sigurs.

Anna Úrsula Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með 7 mörk, þar af 4 úr vítum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði 6 og Berglind Íris Hansdóttir varði 17 skot í marki Vals.

Hanna Guðrún Stefánsdóttir var atkvæðamest í liði Hauka með 8 mörk, þar af 2 úr vítum. Erna Þráinsdóttir skoraði 5 mörk og Bryndís Jónsdóttir varði 22 skot í markinu, þar af eitt víti.

Liðin mætast að nýju að Ásvöllum á sunnudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×