Naglinn á höfðinu Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 29. júní 2010 07:15 Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður. Fyrst var tillagan borin upp og hún var bara ágæt. Ekki beint róttæk, enda hefur það ekki verið vinsælt orð í jafnréttismálunum, en alveg hreint í lagi. Sýnt var hvernig konur eru í minnihluta í þingflokknum og miklum minnihluta í hinum ýmsu stjórnum og ráðum. Þá var það jafnréttisstefnan - flokkurinn ætti að leitast við að hafa kynjahlutföll jöfn í innra og ytra starfi. Þegar málum væri ekki þannig háttað ætti að reyna að leita úrbóta. Rödd skynseminnar meðal þeirra sem ég horfði á var Illugi Gunnarsson (öðruvísi mér áður brá). Hann sagði það sem heyrst hefur víðs vegar annars staðar. Kynjahlutföllin hafa ekki lagast nógu hratt og það er alvöru mál. Hlutirnir eru ekki í lagi eins og þeir eru og við eigum ekki að sætta okkur við núverandi ástand. Með jafnréttisstefnunni væri ekki verið að hverfa frá því að einstaklingar eigi að vera metnir að verðleikum, heldur væri hún einmitt sett fram vegna þess. Auðvitað vildi hann búa í heimi þar sem ekki þyrfti að taka fram að kynjahlutföll ættu að vera sem jöfnust, en á meðan svo er þarf að setja reglur. Aðrar raddir voru ekki lengi að koma í pontu og fussa og sveia yfir þessu. Sjálfstæðisflokkurinn að leitast við að hafa jöfn kynjahlutföll? En einstaklingurinn verður að vera metinn að verðleikum! Þarna hitti Illugi samt nagla á höfuð. Þetta er nákvæmlega það sem haldið hefur verið fram um nokkurn tíma, bara úr öðrum og kannski óvinsælli áttum. Málið snýst um að í núverandi stöðu eru einstaklingar ekki metnir að verðleikum, það sjáum við á kynjahlutföllunum og launamuninum, til dæmis. Það er nefnilega ekkert flókið að sjá að þegar kynjahlutföll þjóðarinnar eru svo gott sem jöfn, ekki er mikill munur á fjölda kvenna og karla á vinnumarkaði og konur eru í meirihluta í háskólum þá ætti hlutfallið líka að vera jafnara á öðrum vígstöðvum, eins og í stjórnunarstöðum og á þingi. Einstaklingshyggjan hlýtur að vera sammála því - annars er hún bara að segja óbeinum orðum að konur séu ekki jafn hæfar og karlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi var víst rætt um ýmislegt, og sumt vakti meiri athygli en annað. Í einni frétt sá ég minnst á það að tekist var á um jafnréttismál, eins og það var orðað í fréttinni. Sökum gífurlegrar forvitni fletti ég upp umræðum um jafnréttisstefnu Sjálfstæðisflokksins, sem vissulega var á dagskránni, og horfði á nokkrar ræður. Fyrst var tillagan borin upp og hún var bara ágæt. Ekki beint róttæk, enda hefur það ekki verið vinsælt orð í jafnréttismálunum, en alveg hreint í lagi. Sýnt var hvernig konur eru í minnihluta í þingflokknum og miklum minnihluta í hinum ýmsu stjórnum og ráðum. Þá var það jafnréttisstefnan - flokkurinn ætti að leitast við að hafa kynjahlutföll jöfn í innra og ytra starfi. Þegar málum væri ekki þannig háttað ætti að reyna að leita úrbóta. Rödd skynseminnar meðal þeirra sem ég horfði á var Illugi Gunnarsson (öðruvísi mér áður brá). Hann sagði það sem heyrst hefur víðs vegar annars staðar. Kynjahlutföllin hafa ekki lagast nógu hratt og það er alvöru mál. Hlutirnir eru ekki í lagi eins og þeir eru og við eigum ekki að sætta okkur við núverandi ástand. Með jafnréttisstefnunni væri ekki verið að hverfa frá því að einstaklingar eigi að vera metnir að verðleikum, heldur væri hún einmitt sett fram vegna þess. Auðvitað vildi hann búa í heimi þar sem ekki þyrfti að taka fram að kynjahlutföll ættu að vera sem jöfnust, en á meðan svo er þarf að setja reglur. Aðrar raddir voru ekki lengi að koma í pontu og fussa og sveia yfir þessu. Sjálfstæðisflokkurinn að leitast við að hafa jöfn kynjahlutföll? En einstaklingurinn verður að vera metinn að verðleikum! Þarna hitti Illugi samt nagla á höfuð. Þetta er nákvæmlega það sem haldið hefur verið fram um nokkurn tíma, bara úr öðrum og kannski óvinsælli áttum. Málið snýst um að í núverandi stöðu eru einstaklingar ekki metnir að verðleikum, það sjáum við á kynjahlutföllunum og launamuninum, til dæmis. Það er nefnilega ekkert flókið að sjá að þegar kynjahlutföll þjóðarinnar eru svo gott sem jöfn, ekki er mikill munur á fjölda kvenna og karla á vinnumarkaði og konur eru í meirihluta í háskólum þá ætti hlutfallið líka að vera jafnara á öðrum vígstöðvum, eins og í stjórnunarstöðum og á þingi. Einstaklingshyggjan hlýtur að vera sammála því - annars er hún bara að segja óbeinum orðum að konur séu ekki jafn hæfar og karlar.