Óvíst hvort lífsýni finnist á meintu morðvopni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2010 12:07 Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira
Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sjá meira