Handbolti

Einar: Þetta var lélegt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki ánægður með það sem hann sá í leik sinna manna gegn Val í Meistarakeppni HSÍ í kvöld.

Valur vann leikinn, 25-23, eftir að Fram hafði verið með forystuna í hálfleik, 12-10. Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í fyrri hálfleik og varði þá fimmtán skot.

„Þetta var bara arfaslakt og við hefðum getað stungið þær af í fyrri hálfleik þar sem við vorum að spila þó mun betur en við gerðum í þeim síðari," sagði Einar.

„Við vorum að fara illa með dauðafæri og við vorum klaufar að vera ekki 4-5 mörkum eða meira yfir í hálfleik. Það var allt til staðar til þess."

„En við leyfðum þeim að hanga inn í leiknum. Svo í seinni hálfleik var þetta mjög lélegt hjá okkur. Það verður að segjast eins og er. Valur átti skilið að vinna. Þær voru tilbúnar í þennan leik og börðust fyrir sigrinum."

Valur er Íslandsmeistari og Fram bikarmeistari og Einar segir að leikir liðanna verði sjálfsagt áfram spennandi í vetur.

„Þetta eru sennilega tvö bestu liðin í deildinni og jú, sjálfsagt eiga þetta eftir að vera spennuleikir. En þetta var ekki rismikið í kvöld, sérstaklega ekki hjá mínu liði. Þetta var í raun mjög lélegt þegar á heildina er litið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×