Handbolti

Rúnar Sigtryggsson: Ótrúlegt hvernig HSÍ tæklar þessi mál

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar.
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar. Fréttablaðið/Daníel
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leiknum gegn Val í gær. Akureyringar töpuðu 25-31 en liðin mætast í úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum við Hauka annað kvöld.

„Það vita allir hvað Valsmenn vældu eftir síðasta leik. Það vorum við sem vorum að spila góða vörn en þeir voru með fólskubrot," sagði Rúnar sem fannst ekkert samræmi í dómgæslunni nyrðra í gær.

„Það er líka ótrúlegt að þeir skuli væla þegar það er til sjónvarpsupptaka af því þegar minn maður er kýldur með krepptum hnefa í andlitið. Það er ótrúlegt hvernig handboltasambandið tæklar þessi mál. Það er líka ótrúlegt að það minnist ekki neinn á þetta," sagði Rúnar.

Rúnar vitnaði þarna til höggs sem Árni Þór Sigtryggsson varð fyrir en hann nefbrotnaði við höggið.

Það er ljóst að spennustigið verður hátt annað kvöld í Vodafone-höllinni og barist til síðasta dropa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×