Umræðan verður vonandi vitlegri Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. júlí 2010 10:30 Á morgun er formlegt upphaf viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), að því gefnu að utanríkisráðherrar aðildarríkjanna leggi blessun sína yfir málið í dag. Full ástæða er til að fagna upphafi viðræðnanna og þeirri vonarglætu sem þær hafa í för með sér um að umræðan hér heima um ágæti aðildar geti orðið málefnalegri og fái byggt á staðreyndum fremur en rakalausum fullyrðingum. Afstaða til aðildar að ESB virðist oft fremur ráðast af tilfinningum en raunverulegu mati á kostum og göllum. Enda er ekki hægt að leggja slíkt mat á hlutina fyrr en sést svart á hvítu hverju aðildarviðræðurnar skila. Í stað þess að fólk láti afstöðu sína ráðast af draugasögum um missi yfirráða yfir auðlindum, afhroð bændastéttarinnar eða sögum af gerræðislegum valdboðum um lögun gúrkna, getur það látið afstöðuna ráðast af staðreyndum. Niðurstöður viðræðnanna varpa ljósi á hvað er að marka háværan hræðsluáróður hagsmunasamtaka gegn, ekki bara aðild, heldur aðildarviðræðunum sjálfum. Einkennileg er sú afstaða að vilja ekki einu sinni láta á viðræður reyna. Í öllu falli hlýtur fólk að geta sammælst um að allra hagur sé að sem best niðurstaða fáist í viðræðunum. Þær snúast um hagsmuni lands og þjóðar til framtíðar. Aðildarsamningur sem byggir á viðræðunum verður svo lagður fyrir þjóðina og ætti þá að liggja ljóst fyrir hvernig grundvallarhagsmunir landsins verði tryggðir. Ísland hefur nú þegar, með samstarfinu um Evrópska efnahagssvæðið og um Schengen, innleitt bróðurpartinn af regluverki Evrópusambandsins og skuldbundið sig til að taka upp stóran hluta laga og reglugerða Evrópusambandsins. Tækifæri landsins til að hafa áhrif á þá löggjöf eru hins vegar enn sem komið er takmörkuð. Það myndi breytast með aðild. Niðurstöður viðræðnanna leiða svo í ljós hvers kunni að vera að vænta með auknu frelsi í verslun með landbúnaðarvörur milli landa og hvað aðild að sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þýðir fyrir sjávarútveginn. Þá kemur í ljós hvers kunni að vera að vænta af samstarfi í efnahags- og peningamálum. Líklegt verður að teljast að á krónuna halli í þeim samanburði vegna þess kostnaðar sem almenningur og fyrirtæki bera af því að viðhalda henni. Óhætt er að taka undir orð Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun um miðjan apríl þar sem hann hvatti til þess að landsmenn stæðu saman um að aðildarferlið yrði okkur öllum til sóma, að hér færi fram opin og lýðræðisleg umræða um kosti og galla aðildar. „Við skulum bera virðingu fyrir skoðunum hver annars og ræða málin út frá því hvað best er fyrir Ísland í bráð og lengd," sagði Össur. Ef upplýsta umræðu skortir er ekki von á vitlegri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Óli Kr. Ármannsson Skoðanir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Á morgun er formlegt upphaf viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), að því gefnu að utanríkisráðherrar aðildarríkjanna leggi blessun sína yfir málið í dag. Full ástæða er til að fagna upphafi viðræðnanna og þeirri vonarglætu sem þær hafa í för með sér um að umræðan hér heima um ágæti aðildar geti orðið málefnalegri og fái byggt á staðreyndum fremur en rakalausum fullyrðingum. Afstaða til aðildar að ESB virðist oft fremur ráðast af tilfinningum en raunverulegu mati á kostum og göllum. Enda er ekki hægt að leggja slíkt mat á hlutina fyrr en sést svart á hvítu hverju aðildarviðræðurnar skila. Í stað þess að fólk láti afstöðu sína ráðast af draugasögum um missi yfirráða yfir auðlindum, afhroð bændastéttarinnar eða sögum af gerræðislegum valdboðum um lögun gúrkna, getur það látið afstöðuna ráðast af staðreyndum. Niðurstöður viðræðnanna varpa ljósi á hvað er að marka háværan hræðsluáróður hagsmunasamtaka gegn, ekki bara aðild, heldur aðildarviðræðunum sjálfum. Einkennileg er sú afstaða að vilja ekki einu sinni láta á viðræður reyna. Í öllu falli hlýtur fólk að geta sammælst um að allra hagur sé að sem best niðurstaða fáist í viðræðunum. Þær snúast um hagsmuni lands og þjóðar til framtíðar. Aðildarsamningur sem byggir á viðræðunum verður svo lagður fyrir þjóðina og ætti þá að liggja ljóst fyrir hvernig grundvallarhagsmunir landsins verði tryggðir. Ísland hefur nú þegar, með samstarfinu um Evrópska efnahagssvæðið og um Schengen, innleitt bróðurpartinn af regluverki Evrópusambandsins og skuldbundið sig til að taka upp stóran hluta laga og reglugerða Evrópusambandsins. Tækifæri landsins til að hafa áhrif á þá löggjöf eru hins vegar enn sem komið er takmörkuð. Það myndi breytast með aðild. Niðurstöður viðræðnanna leiða svo í ljós hvers kunni að vera að vænta með auknu frelsi í verslun með landbúnaðarvörur milli landa og hvað aðild að sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins þýðir fyrir sjávarútveginn. Þá kemur í ljós hvers kunni að vera að vænta af samstarfi í efnahags- og peningamálum. Líklegt verður að teljast að á krónuna halli í þeim samanburði vegna þess kostnaðar sem almenningur og fyrirtæki bera af því að viðhalda henni. Óhætt er að taka undir orð Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu um stuðning Evrópusambandsins við atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun um miðjan apríl þar sem hann hvatti til þess að landsmenn stæðu saman um að aðildarferlið yrði okkur öllum til sóma, að hér færi fram opin og lýðræðisleg umræða um kosti og galla aðildar. „Við skulum bera virðingu fyrir skoðunum hver annars og ræða málin út frá því hvað best er fyrir Ísland í bráð og lengd," sagði Össur. Ef upplýsta umræðu skortir er ekki von á vitlegri niðurstöðu.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun