Voru úrkula vonar Stígur Helgason skrifar 17. febrúar 2010 00:01 Beata átti erfitt með sig á fundi með fréttamönnum í gær og brast ítrekað í grát þegar hún rifjaði upp atburðarásina. Hún taldi hins vegar mikilvægt að segja söguna í forvarnarskyni. Fréttablaðið/Vilhelm Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir. Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Beata Scott, skoska konan sem bjargað var af Langjökli aðfaranótt mánudags ásamt 11 ára syni sínum, Jeremy, á vart orð til að lýsa þakklæti sínu í garð íslensku björgunarsveitarmannanna sem fundu hana. Hún var undir það síðasta orðin verulega þrekuð og búin að gefa upp von um að bjargast. Beata var ásamt fjölskyldu sinni í hópi sextán ferðamanna sem fjórir leiðsögumenn fóru með upp á Langjökul á sunnudag. Þegar tók að kvölda skall á mikill blindbylur og Beata og Jeremy urðu viðskila við hópinn þegar hún náði ekki beygju vegna þreytu. „Ég reyndi að öskra,“ útskýrði Beata á fundi með blaðamönnum í gær. „Jeremy brast strax í grát og ég fylltist örvæntingu.“ Hún reyndi síðan að aka til baka og ná hinum en snjósleðinn drap strax á sér. Þau biðu og hrópuðu á hjálp og héldu að einhver kæmi strax og sækti þau. Þegar það gerðist ekki greip Beata til sinna ráða. „Fyrst réð örvæntingin ríkjum. Mig langaði mest að gráta. En svo skyndilega, án umhugsunar, hófst ég handa,“ segir hún. Hún fékk hjálp frá syni sínum til að velta sleðanum og búa þannig til skjólvegg sem ekki blési undir. „Ég sagði við hann: komdu Jeremy. Nú þurfum við að byggja okkur snjóhús. Við byrjuðum að reisa vegg umhverfis sleðann og notuðum hlífðarplastið af sleðanum sem skóflu. Vindurinn feykti henni því miður fljótlega úr höndunum á mér,“ segir hún. Hún reif þá vélarhlífina af sleðanum, lagðist ofan á Jeremy, og skýldi þeim með hlífinni í átta klukkustundir í nístingskulda. Þau styttu sér stundir með orðaleikjum og reyndu að fanga athygli björgunarþyrlunnar sem þau sáu nokkrum sinnum. Það bar ekki árangur. Rétt áður en þau fundust loksins var Beata að eigin sögn búin að gefa upp alla von. Jeremy var einnig viss um að mæðginin myndu deyja. Mike, eiginmaður Beötu, áttaði sig ekki á því að kona hans og sonur væru horfin fyrr en við komuna niður af jöklinum. Hann áfellist ferðaþjónustufyrirtækið Snowmobile fyrir að hafa lagt af stað í ferðina þrátt fyrir að spáð væri illviðri síðar um daginn. Fólkið var ekki varað við því að veðrið kynni að verða vont. Hann segist vera að skoða það hvort hægt sé að grípa til aðgerða gegn fyrirtækinu, en er ekki bjartsýnn í ljósi þess hversu litlar reglur gilda um ferðir sem þessar á Íslandi. Hjónin spara hins vegar ekki hrósyrðin í garð björgunarsveitarmannanna og Mike líkir þeim við ofurmennið sem ekkert lætur stöðva sig. Móður og sonur eru að braggast, en konan hlaut kalsár á fingur. Fjölskyldan heldur af landi brott í dag en segir að þrátt fyrir lífsreynsluna útiloki þau ekki að snúa hingað aftur. Hér hafi allir verið svo elskulegir.
Ferðamennska á Íslandi Mæðgin týndust á Langjökli Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira