Annar sigur AZ í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2010 11:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki í leik með AZ. Nordic Photos / AFP Hollenska liðið AZ Alkmaar virðist hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í hollensku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru víða í eldlínunni í evrópsku knattspyrnunni í gær. AZ vann 1-0 sigur á Utrecht en þetta var annar sigur liðsins í röð. AZ hafði fyrir þessa tvo leiki ekki unnið í fyrstu fimm umferðum deildarinnar í haust. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ í gær. Kolbeinn lék allan leikinn en Jóhann var tekinn af velli í blálok leiksins. Báðir léku þeir í þriggja manna sóknarlínu, Jóhann Berg hægra megin og Kolbeinn vinstra megin. AZ kom sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum en er átta stigum á eftir toppliði Ajax sem er enn taplaust eftir sjö umferðir. Í Skotlandi spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn sem miðvörður er lið hans, Hearts, tapaði fyrir Motherwell á heimavelli, 2-0. Motherwell komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar á kostnað Hearts sem er í fjórða sæti. Celtic og Rangers eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, Celtic eftir sex leiki og Rangers eftir fimm. FC Kaupmannahöfn, lið Sölva Geirs Ottsen, er taplaust á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann 3-0 sigur á Midtjylland á útivelli í gær. Sölvi Geir er þó frá vegna meiðsla. SönderjyskE vann góðan sigur á Álaborg á útivelli, 2-0. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju liðsins í gær en Arnar Darri Pétursson, markvörður, var á bekknum. SönderjyskE er nú í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. FCK er langefst á toppnum með 26 stig. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Hollenska liðið AZ Alkmaar virðist hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í hollensku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru víða í eldlínunni í evrópsku knattspyrnunni í gær. AZ vann 1-0 sigur á Utrecht en þetta var annar sigur liðsins í röð. AZ hafði fyrir þessa tvo leiki ekki unnið í fyrstu fimm umferðum deildarinnar í haust. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ í gær. Kolbeinn lék allan leikinn en Jóhann var tekinn af velli í blálok leiksins. Báðir léku þeir í þriggja manna sóknarlínu, Jóhann Berg hægra megin og Kolbeinn vinstra megin. AZ kom sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum en er átta stigum á eftir toppliði Ajax sem er enn taplaust eftir sjö umferðir. Í Skotlandi spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn sem miðvörður er lið hans, Hearts, tapaði fyrir Motherwell á heimavelli, 2-0. Motherwell komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar á kostnað Hearts sem er í fjórða sæti. Celtic og Rangers eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, Celtic eftir sex leiki og Rangers eftir fimm. FC Kaupmannahöfn, lið Sölva Geirs Ottsen, er taplaust á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann 3-0 sigur á Midtjylland á útivelli í gær. Sölvi Geir er þó frá vegna meiðsla. SönderjyskE vann góðan sigur á Álaborg á útivelli, 2-0. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju liðsins í gær en Arnar Darri Pétursson, markvörður, var á bekknum. SönderjyskE er nú í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. FCK er langefst á toppnum með 26 stig.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira