Annar sigur AZ í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. september 2010 11:00 Jóhann Berg Guðmundsson fagnar marki í leik með AZ. Nordic Photos / AFP Hollenska liðið AZ Alkmaar virðist hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í hollensku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru víða í eldlínunni í evrópsku knattspyrnunni í gær. AZ vann 1-0 sigur á Utrecht en þetta var annar sigur liðsins í röð. AZ hafði fyrir þessa tvo leiki ekki unnið í fyrstu fimm umferðum deildarinnar í haust. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ í gær. Kolbeinn lék allan leikinn en Jóhann var tekinn af velli í blálok leiksins. Báðir léku þeir í þriggja manna sóknarlínu, Jóhann Berg hægra megin og Kolbeinn vinstra megin. AZ kom sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum en er átta stigum á eftir toppliði Ajax sem er enn taplaust eftir sjö umferðir. Í Skotlandi spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn sem miðvörður er lið hans, Hearts, tapaði fyrir Motherwell á heimavelli, 2-0. Motherwell komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar á kostnað Hearts sem er í fjórða sæti. Celtic og Rangers eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, Celtic eftir sex leiki og Rangers eftir fimm. FC Kaupmannahöfn, lið Sölva Geirs Ottsen, er taplaust á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann 3-0 sigur á Midtjylland á útivelli í gær. Sölvi Geir er þó frá vegna meiðsla. SönderjyskE vann góðan sigur á Álaborg á útivelli, 2-0. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju liðsins í gær en Arnar Darri Pétursson, markvörður, var á bekknum. SönderjyskE er nú í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. FCK er langefst á toppnum með 26 stig. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Hollenska liðið AZ Alkmaar virðist hafa rétt úr kútnum eftir erfiða byrjun í hollensku úrvalsdeildinni en Íslendingar voru víða í eldlínunni í evrópsku knattspyrnunni í gær. AZ vann 1-0 sigur á Utrecht en þetta var annar sigur liðsins í röð. AZ hafði fyrir þessa tvo leiki ekki unnið í fyrstu fimm umferðum deildarinnar í haust. Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson voru báðir í byrjunarliði AZ í gær. Kolbeinn lék allan leikinn en Jóhann var tekinn af velli í blálok leiksins. Báðir léku þeir í þriggja manna sóknarlínu, Jóhann Berg hægra megin og Kolbeinn vinstra megin. AZ kom sér upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum en er átta stigum á eftir toppliði Ajax sem er enn taplaust eftir sjö umferðir. Í Skotlandi spilaði Eggert Gunnþór Jónsson allan leikinn sem miðvörður er lið hans, Hearts, tapaði fyrir Motherwell á heimavelli, 2-0. Motherwell komst þar með upp í þriðja sæti deildarinnar á kostnað Hearts sem er í fjórða sæti. Celtic og Rangers eru enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar, Celtic eftir sex leiki og Rangers eftir fimm. FC Kaupmannahöfn, lið Sölva Geirs Ottsen, er taplaust á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið vann 3-0 sigur á Midtjylland á útivelli í gær. Sölvi Geir er þó frá vegna meiðsla. SönderjyskE vann góðan sigur á Álaborg á útivelli, 2-0. Ólafur Ingi Skúlason lék allan leikinn á miðju liðsins í gær en Arnar Darri Pétursson, markvörður, var á bekknum. SönderjyskE er nú í fimmta sæti deildarinnar með þrettán stig eftir tíu leiki. FCK er langefst á toppnum með 26 stig.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira