Innlent

Útlit fyrir að botninum sé náð í smásöluverslun

Verslun tekin að glæðast Styrking gengis krónunnar hefur bundið enda á lækkun á veltu smásöluverslunar. Útlit er fyrir að botninum sé náð.
Verslun tekin að glæðast Styrking gengis krónunnar hefur bundið enda á lækkun á veltu smásöluverslunar. Útlit er fyrir að botninum sé náð.

Velta í dagvöruverslun dróst saman um 2,4 prósent í júlí borið saman við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum um smásölu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. Tölurnar benda til þess að botninum sé náð í smávöruverslun.

Sé veltan skoðuð á breytilegu verðlagi jókst hún um 1,9 prósent frá árinu áður. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í júlí um 1,9 prósent frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 4,4 prósent á þessu tólf mánaða tímabili.

Sala áfengis dróst saman um 3,4 prósent í júlí borið saman við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Fataverslun var 2,0 prósentum minni en velta skóverslunar jókst um 1,4 prósent milli ára. Velta húsgagnaverslana var 5,9 prósent minni og velta sérverslana með rúm minnkaði um 11,5 prósent. Sala á raftækjum jókst hins vegar um 13,1 prósent.

Mikið hefur dregið úr verðhækkunum frá síðasta ári og lækkaði verð í öllum vöruflokkum nema húsgögnum í júlí miðað við júní.

Velta í flestum tegundum smásöluverslunar hefur verið heldur minni það sem af er árinu en á sama tímabili í fyrra að raunvirði. Jafnvægi hefur verið í veltunni undanfarnar vikur sem bendir til þess að botninum sé náð.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×