Vernd innlendra sjávardýra Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. desember 2010 05:45 Þrátt fyrir sín skjalfestu, fögru fyrirheit um að stuðla að erlendri fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi hefur ríkisstjórnin miklu fremur staðið í vegi fyrir því að útlendingar taki þátt í að endurreisa efnahagslífið. Margt má tína til í þessum efnum, ekki sízt á sviði skattamála, en hæst ber þó framgöngu ríkisstjórnarinnar í Magma-málinu. Þrátt fyrir að hver nefndin og starfshópurinn á fætur öðrum komist að þeirri niðurstöðu að kaup Magma Energy á meirihluta í HS orku séu lögleg og í samræmi við alþjóðlega samninga Íslands krefst annar stjórnarflokkurinn, Vinstri grænir, þess að kaupsamningnum verði rift og fyrirtækið þjóðnýtt. Magma-málið hefur miklu víðtækari áhrif en stjórnvöld átta sig sennilega á. Það hefur ekki aðeins áhrif á Magma og aðra hugsanlega fjárfesta í orkugeiranum. Það fælir frá útlenda fjárfesta, hvaða nafni sem þeir nefnast. Þegar alþjóðlegir fjárfestar frétta að á Íslandi sé talað um að ógilda löglega samninga, samþykkja afturvirka löggjöf gegn fjárfestingum eða þjóðnýta fyrirtæki, taka þeir til fótanna. Með framgöngu ríkisstjórnarinnar gagnvart erlendum fjárfestum er ekki eingöngu komið í veg fyrir að peningar komi inn í íslenzkt atvinnulíf til að flýta endurreisn þess, skapa hagvöxt og fækka atvinnulausum. Það er sömuleiðis stuðlað að því að endurreisa og viðhalda þeirri óheilbrigðu samþjöppun í eignarhaldi, sem viðgekkst í íslenzku atvinnulífi áratugum saman. Eignarhald fáeinna viðskiptablokka á flestum stærstu fyrirtækjum landsins var ein ástæða þess að hrunið varð jafnalvarlegt og raun bar vitni. Þegar bankarnir hrundu tóku þeir fjölda fyrirtækja með sér í fallinu. Strax af þeirri ástæðu er ástæða til að reyna að hindra sambærilega samþjöppun eignarhalds og krosseignatengsl. Það er ekki síður ástæða til að koma í veg fyrir að hér verði á ný til ástand, þar sem viðskiptalífið var vettvangur valdabaráttu lítilla klíkna, þar sem pólitík og viðskipti hrærðust rækilega saman í einn graut. Erlendir fjárfestar hafa ekki áhuga á slíkri valdabaráttu. Þeir hafa arðsemissjónarmið að leiðarljósi fyrst og fremst og eru ekki líklegir til að ganga í gömul valdabandalög. En ef við fáum ekkert framandlegt krydd sitjum við uppi með sama graut í sömu skál. Líkurnar aukast á að gömlu valdabandalögin verði endurreist í einu eða öðru formi. Einhverra hluta vegna virðast aðstandendur núverandi ríkisstjórnar ekki sjá þessa stóru mynd. Það er engu líkara en að þeir hafi ruglað saman stefnunni varðandi vernd íslenzks gróðurríkis fyrir óæskilegum útlendum plöntum og stefnunni í fjárfestingum. Vilji vernda gamalgróin innlend sjávardýr eins og kolkrabbann, smokkfiskinn og frændur þeirra gegn útlendri ásælni. Hér virðast íslenzkir vinstrimenn vera á góðri leið með að glopra úr höndum sér enn einu sögulegu tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun
Þrátt fyrir sín skjalfestu, fögru fyrirheit um að stuðla að erlendri fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi hefur ríkisstjórnin miklu fremur staðið í vegi fyrir því að útlendingar taki þátt í að endurreisa efnahagslífið. Margt má tína til í þessum efnum, ekki sízt á sviði skattamála, en hæst ber þó framgöngu ríkisstjórnarinnar í Magma-málinu. Þrátt fyrir að hver nefndin og starfshópurinn á fætur öðrum komist að þeirri niðurstöðu að kaup Magma Energy á meirihluta í HS orku séu lögleg og í samræmi við alþjóðlega samninga Íslands krefst annar stjórnarflokkurinn, Vinstri grænir, þess að kaupsamningnum verði rift og fyrirtækið þjóðnýtt. Magma-málið hefur miklu víðtækari áhrif en stjórnvöld átta sig sennilega á. Það hefur ekki aðeins áhrif á Magma og aðra hugsanlega fjárfesta í orkugeiranum. Það fælir frá útlenda fjárfesta, hvaða nafni sem þeir nefnast. Þegar alþjóðlegir fjárfestar frétta að á Íslandi sé talað um að ógilda löglega samninga, samþykkja afturvirka löggjöf gegn fjárfestingum eða þjóðnýta fyrirtæki, taka þeir til fótanna. Með framgöngu ríkisstjórnarinnar gagnvart erlendum fjárfestum er ekki eingöngu komið í veg fyrir að peningar komi inn í íslenzkt atvinnulíf til að flýta endurreisn þess, skapa hagvöxt og fækka atvinnulausum. Það er sömuleiðis stuðlað að því að endurreisa og viðhalda þeirri óheilbrigðu samþjöppun í eignarhaldi, sem viðgekkst í íslenzku atvinnulífi áratugum saman. Eignarhald fáeinna viðskiptablokka á flestum stærstu fyrirtækjum landsins var ein ástæða þess að hrunið varð jafnalvarlegt og raun bar vitni. Þegar bankarnir hrundu tóku þeir fjölda fyrirtækja með sér í fallinu. Strax af þeirri ástæðu er ástæða til að reyna að hindra sambærilega samþjöppun eignarhalds og krosseignatengsl. Það er ekki síður ástæða til að koma í veg fyrir að hér verði á ný til ástand, þar sem viðskiptalífið var vettvangur valdabaráttu lítilla klíkna, þar sem pólitík og viðskipti hrærðust rækilega saman í einn graut. Erlendir fjárfestar hafa ekki áhuga á slíkri valdabaráttu. Þeir hafa arðsemissjónarmið að leiðarljósi fyrst og fremst og eru ekki líklegir til að ganga í gömul valdabandalög. En ef við fáum ekkert framandlegt krydd sitjum við uppi með sama graut í sömu skál. Líkurnar aukast á að gömlu valdabandalögin verði endurreist í einu eða öðru formi. Einhverra hluta vegna virðast aðstandendur núverandi ríkisstjórnar ekki sjá þessa stóru mynd. Það er engu líkara en að þeir hafi ruglað saman stefnunni varðandi vernd íslenzks gróðurríkis fyrir óæskilegum útlendum plöntum og stefnunni í fjárfestingum. Vilji vernda gamalgróin innlend sjávardýr eins og kolkrabbann, smokkfiskinn og frændur þeirra gegn útlendri ásælni. Hér virðast íslenzkir vinstrimenn vera á góðri leið með að glopra úr höndum sér enn einu sögulegu tækifæri.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun