Innlent

Dísa orðin amma

Vefur Reykhólahrepps þar sem fréttina um nýjasta íbúa hreppsins er að finna.
Vefur Reykhólahrepps þar sem fréttina um nýjasta íbúa hreppsins er að finna.

Oft má lesa áhugaverðar fréttir á vefum sveitarfélaga landsins. Á vef Reykhólahrepps segir að Dísa Guðrún Sverrisdóttir á Reykhólum hafi orðið amma í fyrsta sinn á laugardaginn þegar dóttir hennar Hulda Ösp Atladóttir ól manni sínum Baldri Guðmundssyni blaðamanni á DV myndarlegan dreng.

Þar segir að drengurinn hafi komið í heiminn snemma um morguninn 26. júní. Hin nýbakaða móðir Hulda Ösp hafi útskrifast sem lögfræðingur aðeins viku áður eða þann 19. júní. Hún stefnir á meistaranám í lögfræði eftir áramótin.

Á vefnum kemur einnig fram að Dísa og maður hennar Jón Atli Játvarðarson frá Miðjanesi eigi saman þrjú börn en fyrir átti Jón Atli tvö börn. Litli drengurinn sem núna er kominn í heiminn er þriðja afabarn Jóns Atla en eins og áður segir fyrsta ömmubarn Dísu.

Fréttina á vef Reykhólahrepps má lesa hér en þar er einnig að finna mynd af hinu nýfædda barni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×