Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2010 20:54 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum. Olís-deild karla Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira
HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum.
Olís-deild karla Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Sjá meira