Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2010 06:00 Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals. Mynd/Anton Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn. „Það hefur verið þannig að Fríða sem er búin að spila mjög vel í sumar er búin að vera meidd og maður spilar bara þar sem þjálfarinn segir manni að spila," sagði Katrín um ástæðu þess að hún spilaði sem miðvörður í leiknum. Katrín var ánægð með leikinn en sagði að Þór/KA hefði getað refsað þeim í fyrri hálfleiknum. „Við vorum miklu meira með boltann í leiknum en samt sem áður fannst mér þær eiga hættulegri færi en við í fyrri hálfleik og við vorum heppnar að fá ekki á okkur mark. Mæja stóð sig vel í markinu og það var karakter hjá liðinu að halda núllinu," sagði Katrín. „Við komum síðan brjálaðar inn í seinni hálfleikinn og vorum í þeim allan tímann og þá vorum við miklu betra liðið á vellinum. Ég er mjög ánægð með þennan leik," sagði Katrín. Valsliðið hefur verið að glíma við meiðslavandræði en hefur unnið vel út úr þeim. „Fríða og Dagný eru meiddar en þær hafa verið lykilleikmenn hjá okkur og svo voru allar okkar 17 ára og 19 ára landsliðsstelpur í Færeyjum. Sem betur fer fengum við inn Guðnýju (Björk Óðinsdóttur) sem hjálpaði mjög mikið en við höfum jafnframt sýnt það að við erum með góða breidd og marga góða leikmenn," sagði Katrín og bætti við: „Mér finnst Þór/KA- stelpurnar vera mjög góðar, sérstaklega sóknarlega. Það sýnir bara okkar styrk að ná að vinna þær," sagði Katrín. „Það eru fleiri leikmenn búnir að vera eiga við smámeiðsli. Ég og Rakel (Logadóttir) erum búnar að hvíla svolítið en erum báðar að jafna okkur. Mér finnst hópurinn vera allur að jafna sig og ég vonast síðan að fá Dagnýju og Fríðu til baka eftir Verslunarmannahelgi. Þetta lítur vel út," segir Katrín. „Við erum ótrúlega sáttar að vera komnar í bikarúrslitaleikinn. Við fögnum þessu rólega í dag en svo bíður okkur mikilvægur leikur við Fylki á þriðjudaginn í deildinni," segir Katrín en hún fagnar því eins og fleiri að bikarúrslitaleikurinn er spilaður við sumar-aðstæður í ár. „Það er mjög gott að bikarúrslitaleikurinn fari fram í ágúst en hann er reyndar á sunnudegi. Það var alltaf á áætlun að ræða það aðeins við KSÍ fyrir mót en það fannst enginn tími í það. Það er mjög gott að vera búin að fá þennan leik svona snemma, það verður gott veður og örugglega miklu fleiri áhorfendur," sagði Katrín. Katrín hefur unnið sjö stóra titla með Valsliðinu frá 2004 en getur nú í fyrsta sinn unnið tvöfalt tvö ár í röð. Hún segir þá að það sé langt í að hún fari að lyfta bikurunum á nýjan leik. „Þetta er langt í frá að vera búið. Helmingurinn af mótinu er eftir og við sýndum það fyrr í sumar að ef við mætum slakar í leiki þá vinnum við ekki. Við verðum að mæta alltaf tilbúnar," sagði Katrín.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn