Arnaldur: Næstum sjö milljónir seldar 9. nóvember 2010 08:00 Arnaldur Indriðason er skriðinn yfir Sigur Rós; fjórmenningarnir hafa selt í kringum sex milljónir eintaka á meðan Arnaldur nálgast óðfluga sjö milljón markið. Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira