Lífið

Blur tekur upp plötu

Blur Albarn og félagar í Blur eru að undirbúa nýja hljóðversplötu.
nordicphotos/Getty
Blur Albarn og félagar í Blur eru að undirbúa nýja hljóðversplötu. nordicphotos/Getty

Breska hljómsveitin Blur ætlar að taka upp nýja plötu á næsta ári. Þeir Damon Albarn, Alex James, Dave Rowntree og Graham Coxon hafa allir ákveðið að hittast í hljóðveri í janúar og hugsanlega kemur platan út í lok næsta árs.

Þetta yrði fyrsta plata Blur með öllum upprunalegu meðlimunum síðan 13 kom út árið 1999. Coxon hætti í sveitinni í kjölfarið en á síðasta ári sneri hann aftur og spilaði með henni á tónleikum. Fyrr á þessu ári kom svo út nýtt lag, Fool"s Day, sem fékk góðar viðtökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×