Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða 21. maí 2010 02:30 morgunfundur Arion banka Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, flytur erindi sitt en við tóku svo þeir sem sitja í fremstu röð, (frá hægri) Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Alf Persson og Andreas Borsos frá ABB í Svíþjóð. Fréttablaðið/GVA Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Í athuguninni, sem Andreas Borsos, ráðgjafi sænska iðnfyrirtækisins ABB, vann, er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við lagningu slíks strengs og uppsetningu búnaðar honum tengdur nemi sem svarar 347 milljörðum króna. Nokkuð bjartsýn tímaáætlun gerir ráð fyrir að þrjú til fjögur ár taki að koma upp endabúnaði fyrir kapalinn eftir að skrifað hefur verið undir samninga um verkið. Fjallað var um framtíð orkugeirans á Íslandi á ráðstefnu sem Arion banki stóð fyrir í gær. Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað í nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segir nauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að búa til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera. Ásgeir sagðist telja að í heildina yrðu áhrif af sæstreng til orkuflutnings mjög jákvæð, en þau kæmu misjafnlega fram. Fyrirséð væri að orkuverð til almennings og innlendra fyrirtækja myndi hækka töluvert, orkufyrirtæki myndu hagnast gífurlega, nýting auðlindarinnar yrði auðveldari og markvissari og útflutningstekjur landsins myndu aukast verulega. Tap neytenda gæti hið opinbera svo bætt með lægri sköttum, eða jafnvel niðurgreiðslu á orku í smásölu. Ásgeir benti einnig á að á Grænlandi væru gífurlegir virkjanamöguleikar. „Nágranni okkar fyrir norðan er risastór ísmoli sem er að bráðna.“ Með því að leggja sæstreng þangað líka yrðu til enn frekari möguleikar í orkusölu. Í máli Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, kom fram það mat að fyrirséð væri að orkuverð í heiminum kæmi til með að halda áfram að hækka um ófyrirséðan tíma, auk þess sem samningsstaða orkufyrirtækja gagnvart stóriðjufyrirtækjum hafi gjörbreyst til batnaðar síðasta áratug. Endurnýjunarþörf orkuvera og kröfur Evrópusambandsins um vistvæna orku segir hann að þrýsti á hærra verð. Í Evrópu segir hann orkuverð jafnframt mjög sveiflukennt og því vænlegt með tilkomu strengs að selja vistvæna orku háu verði á álagstímum. Á öðrum tímum mætti svo jafnvel flytja orku til baka með ávinningi þannig að útflutningurinn myndi jafnast út. olikr@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?