Hætt verður að bjóða börnum að fara ókeypis í sund á Akureyri og gjaldskrá í Hlíðarfjalli verður hækkuð á næstunni.
Þetta verður gert til að mæta auknum kostnaði íþróttaráðs Akureyrar. Ráðið reiknar með því að fara rúmum fjörutíu milljónum fram úr fjárhagsáætlun næsta árs.
Meiri hluti íþróttaráðs samþykkti því þessar hækkanir og segist velja þann kost frekar en að skerða þjónustustig í sundlauginni og í Hlíðarfjalli. - þeb