Innlent

Íbúar Djúpavogs þurfa að sjóða neysluvatn

Hér sést umfang skriðunnar og hvar hún hefur fallið við göngubrúna inn á Búlandsdal.
Hér sést umfang skriðunnar og hvar hún hefur fallið við göngubrúna inn á Búlandsdal. Mynd/www.djupivogur.is

Heilbrigðiseftirlit Austurlands fer þess á leit við bæjarbúa Djúpavogs að þeir sjóði neysluvant. Skriða féll úr Búlandsdal í nótt með þeim afleiðingum að vatnsveita Djúpavogs er óvirk og vatn ekki neysluhæft.

Á vef Djúpavogs segir að það litla vatn sem sé í lögnum og neysluvatnstanki sé ekki drykkjarhæft.

Eftir óvenju langan þurkakafla brast á úrhellis rigning með hvassviðri á í gær, og fram á nótt, og mikill vatanvöxtur hljóp í ár og læki. Unnið er eftir viðbragðsáætlun Vatnsveitu Djúpavogs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×