Innlent

Miðaldra kona grýtti lögreglumenn

Lögreglan tók niður upplýsingar um konuna.
Lögreglan tók niður upplýsingar um konuna.
Grjóti var kastað í átt að lögreglunni á mótmælunum við Seðlabankann nú fyrir skömmu. Kona á miðjum aldri játaði að hafa kastað steininum og sagði það hennar skilaboð til stjórnvalda. Lögreglan hefur yfirgefið vettvanginn.

Lögreglan ræddi við konuna og tók niður nafn hennar og kennitölu. Hún játaði að hafa kastað einum steini og sagði það hafa verið „mín skilaboð til stjórnvalda".

Blaðamaður Vísis ræddi við lögregluþjón sem sagði steininn hafa farið hársbreidd frá honum. „Það munaði minnstu að ég fengi hann í andlitið," sagði lögregluþjónninn.

Lögreglan hefur nú yfirgefið Seðlabankann og eru mótmælin yfirstaðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×