Umfjöllun: Betur heima setið en af stað farið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2010 22:33 Akureyringar reyna hér að stöðva Jón Heiðar Gunnarsson í kvöld. Mynd/Anton Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir. Olís-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Handboltalið Akureyrar hefði betur sparað sér peninginn í kvöld og verið heima hjá sér að horfa á Hildu Jönu flytja fréttir á N4 en að mæta í Krikann til þess að spila handbolta við FH-inga. Í raun má segja að Akureyringar hafi hreinlega ekki mætt til leiks því frammistaða þeirra var svo ömurleg og andlaus að ég man vart eftir öðru eins. Þetta magnaða baráttulið var ekki nema skugginn af sjálfu sér og engu líkara en liðið hefði enn verið með KEA-hamborgarhrygginn í maganum. Það var engin stemning, engin barátta og nákvæmlega ekkert að gerast í leik liðsins. Bara andleysi og þunglyndi. Ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Hafþórs í markinu þá hefði liðið verið rassskellt með svona 20 marka mun. Reyndar var afar áhugavert að Akureyringar skildu aðeins mæta með einn markvörð í kvöld. Liðið lenti síðan í klípu er Hafþór fékk tveggja mínútna brottvísun. Þá fór Heimir Örn Árnason í markið og stóð sig ágætlega. Varði meðal annars eitt skot. Hann fór síðan í sóknina líkt og Austurríkismenn á EM. Dagur Sigurðsson virðist hafa breytt handboltanum með þessari taktík á mótinu. Þó svo Akureyringar hafi verið andlausir þá tek ég ekkert af FH-ingum. Þeir gerðu sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiksins og mættu algjörlega tilbúnir í slaginn. FH-ingar ætla sér greinilega stóra hluti í vetur og þeir hafa fulla burði til þess. Nái liðið stöðugleika og mæti eins tilbúið og í kvöld er því allir vegir færir. Það var rétt í upphafi leiksins að Akureyringar stóðu í FH-ingum og þá aðallega þar sem Hafþór hélt þeim inn í leiknum en sóknarleikur liðsins var glæpsamlega lélegur. FH-ingar sigu þó fram úr undir lok hálfleiks og leiddu þá með fimm mörkum, 14-9. FH-ingar gerðu síðan út um leikinn á upphafsmínútum síðari hálfleiks og Akureyringar gáfust einfaldlega upp. Síðustu 20 mínúturnar voru allir að bíða eftir því að leiknum lyki enda úrslitin ráðin. FH-Akureyri 33-25 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 6 (14), Ólafur Guðmundsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5/3 (9/3), Ásbjörn Friðriksson 5 (8), Jón H. Gunnarsson 4 (4), Benedikt Kristinsson 4 (6), Bjarki Sigurðsson 1 (5), Ari Þorgeirsson 1 (3), Örn I. Bjarkason 1 (2)Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (42/3) 57%, Daníel Andrésson 4/1 (11/3) 36%.Hraðaupphlaup: 10 (Ólafur Guðm. 5, Bjarni 2, Jón, Benedikt, Ólafur Gúst.)Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi, Bjarni, Jón)Utan vallar: 6 mín.Mörk Akureyri (skot): Oddur Gretarsson 6/2 (10/3), Heimir Örn Árnason 4 (7), Andri Stefánsson 3 (5/1), Jónatan Magnússon 3/1 (10/2), Guðmundur Helgason 2 (6), Árni Sigtryggsson 2 (11), Hörður Sigþórsson 2 (2), Geir Guðmundsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (1), Halldór Árnason 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 23 (54/3) 43%, Heimir Örn Árnason 1 (3) 33%.Hraðaupphlaup: 9 (Heimir 2, Oddur 2, Guðmundur, Andri, Árni, Halldór).Fiskuð víti: 6 (Árni, Guðlaugur, Andri, Hreinn, Geir, Oddur).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson & Hlynur Leifsson, mjög góðir.
Olís-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira