Umfjöllun: Framarar kjöldrógu Valsmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2010 21:08 Jóhann Gunnar Einarsson. Mynd/Stefán Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í Safamýrinni í kvöldi í N1-deild karla og það er skemmst frá því að segja að Fram gjörsamlega valtaði yfir lánlausa Valsmenn, en leikurinn fór 40-23. Fyrir leikinn í kvöld höfðu Valsmenn ekki fengið stig í N1-deildinni og Framarar voru aðeins með einn sigurleik á bakinu. Hvorugt liðið mátti því við að misstíga sig í kvöld. Valsmenn tefla fram nánast nýju liði í ár en miklar breytingar urðu á mannskapnum frá síðustu leiktíð þegar Valur komst alla leið í úrslit Íslandsmótsins. Framarar hafa aftur á móti styrkt lið sitt mikið og fengu til baka gamlan Framara, Jóhann Gunnar Einarsson en hann hefur leikið í Þýskalandi að undanförnu. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins en fljótlega náðu heimamenn tökunum á leiknum .Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram, var heldur betur heitur og virtist geta skorað þegar honum sýndist. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 10-6 fyrir Fram og útlit fyrir að þeir myndu gefa enn meira í. Valsmenn léku skelfilegan varnarleik og Framarar voru í engum vandræðum með að brjótast í gegn. Þegar líða tók á hálfleikinn héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan orðin 20-11 fyrir Fram. Framarar héldu áfram að auka forskotið í síðari hálfleiknum en það var ekki sjón að sjá Valsmenn, ekkert gekk upp hjá þeim og mikið vonleysi einkenndi leik þeirra. Munurinn á liðinum var mestur tuttugu mörk í stöðunni 38-18 en gestirnir spýtu örlítið í lófana í lokinn og niðurstaðan 40-23. Jóhann Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Fram með 11 mörk. Magnús Erlendsson, markvörður Fram, átti einnig stórleik en hann varði 20 skot en hann lék ekki allan leikinn.Fram - Valur 40-23 (20-11)Mörk Framara (Skot): Jóhann Gunnar Einarsson 11(16), Einar Rafn Eiðsson 8(9), Haraldur Þorvarðarson 6(6), Jóhann Karl Reynisson 3(4), Matthías Daðason 3(5), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (4), Magnús Stefánsson 2(3) Róbert Aron Hostert 1(3), Halldór Jóhann Sigfússon 1, Andri Berg Haraldsson 1(2), Kristján Svan Kristjánsson 1.Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 20 (14), Björn Viðar Björnsson 6(9) Hraðaupphlaupsmörk: 8( Einar Rafn Eiðsson 4, Matthías Daðason, Jóhann Gunnar, Jóhann Karl, Haraldur Þorvarðarson) Fiskuð víti: 3( Jóhann Gunnar Einarsson, Jóhann Karl Reynisson, Haraldur Þorvarðarson) Brottvísanir: 6mínúturMörk Vals (Skot): Anton Rúnarsson 4(11), Valdimar Fannar Þórsson 4(12), Jón Björgvin Pétursson 4 (5), Orri Freyr Gíslason 4(5), Ernir Hrafn Arnarsson 2(9), Einar Örn Guðmundsson 3(5), Finnur Ingi Stefánsson 1(7), Gunnar Harðarson 1.Varin skot: Ingvar Guðmundsson 5 (33), Friðrik Sigmarsson 3 (7). Hraðaupphlaupsmörk: Orri Freyr Gíslason Fiskuð víti: 2 (Gunnar Harðarson, Orri Freyr Gíslason) Brottvísanir: 12 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira