Mikil spenna fyrir lokadaginn - Sigmundur Einar með forustu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 18:49 Sigmundur Einar Másson. Mynd/Stefán Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi. Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur leikið fyrstu þrjá dagana á parinu en þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Heiðar Davíð Bragason úr GHD og Hlynur Geir Hjartarson úr GK koma síðan jafnir í 2. til 4. sæti aðeins einu höggi á eftir. Sigmundur Einar hefur leikið alla þrjá hringina til þessa á pari en hann var með þrjá fugla, einn örn og fimm skolla á hringnum í dag. Heiðar Davíð hafði einni verið á parinu fyrstu tvo dagana en lék nú á einu höggi yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson hafði tveggja högga forskot á þá Heiðar Davíð úr GHD og Sigmund Einar fyrir daginn í dag. Birgir Leifur lék fyrstu níu holurnar á einu höggi undir pari eftir að hafa náð erni á sjöttu holunni. Hann fékk aftur á móti fjóra skolla á seinni níu holunum en náði að bæta stöðu sína með því að fá fugl á 18. holunni. Hlynur Geir Hjartarson lék á einu höggi undir pari í dag eftir að hafa fengið tvo fugla á síðustu fjórum holunum. Hann var alls með fjóra fugla og þrjá skolla í dag.Staða efstu manna í Íslandsmóti í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Sigmundur Einar Másson par 2. Birgir Leifur Hafþórsson +1 2. Heiðar Davíð Bragason +1 2. Hlynur Geir Hjartarson +1 5. Örvar Samúelsson +3 5. Þórður Rafn Gissurarson +3 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson +5 7. Kristján Þór Einarsson +5 9. Alfreð Brynjar Kristinsson +7 9. Stefán Már Stefánsson +7 11. Sigurpáll Geir Sveinsson +8 11. Örn Ævar Hjartarson +8 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson +9 14. Birgir Guðjónsson +10 15. Axel Bóasson +11 Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi. Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur leikið fyrstu þrjá dagana á parinu en þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Heiðar Davíð Bragason úr GHD og Hlynur Geir Hjartarson úr GK koma síðan jafnir í 2. til 4. sæti aðeins einu höggi á eftir. Sigmundur Einar hefur leikið alla þrjá hringina til þessa á pari en hann var með þrjá fugla, einn örn og fimm skolla á hringnum í dag. Heiðar Davíð hafði einni verið á parinu fyrstu tvo dagana en lék nú á einu höggi yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson hafði tveggja högga forskot á þá Heiðar Davíð úr GHD og Sigmund Einar fyrir daginn í dag. Birgir Leifur lék fyrstu níu holurnar á einu höggi undir pari eftir að hafa náð erni á sjöttu holunni. Hann fékk aftur á móti fjóra skolla á seinni níu holunum en náði að bæta stöðu sína með því að fá fugl á 18. holunni. Hlynur Geir Hjartarson lék á einu höggi undir pari í dag eftir að hafa fengið tvo fugla á síðustu fjórum holunum. Hann var alls með fjóra fugla og þrjá skolla í dag.Staða efstu manna í Íslandsmóti í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Sigmundur Einar Másson par 2. Birgir Leifur Hafþórsson +1 2. Heiðar Davíð Bragason +1 2. Hlynur Geir Hjartarson +1 5. Örvar Samúelsson +3 5. Þórður Rafn Gissurarson +3 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson +5 7. Kristján Þór Einarsson +5 9. Alfreð Brynjar Kristinsson +7 9. Stefán Már Stefánsson +7 11. Sigurpáll Geir Sveinsson +8 11. Örn Ævar Hjartarson +8 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson +9 14. Birgir Guðjónsson +10 15. Axel Bóasson +11
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira