Segir kjöraðstæður vera að skapast fyrir Vítisengla og Jón stóra Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. desember 2010 12:27 Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn. Mál Jóns stóra Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn.
Mál Jóns stóra Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira