Innlent

Fer niður um ellefu krónur

hermann 
guðmundsson
hermann guðmundsson

N1 lækkaði listaverð á 95 oktana bensíni um ellefu krónur í gær. Algengasta hæsta verðið hjá olíuversluninni fór við það úr 201 krónu í fyrradag niður í 188,8 krónur. Hæsta verðið var hjá Skeljungi á höfuðborgarsvæðinu í gær, 192,5 krónur á lítrann.

„Við höfum breytt um stefnu og ætlum að bjóða sama verð á mönnuðum stöðvum og ómönnuðum,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann segir þetta nýjung hjá félaginu. Erfitt sé að spá því hvort verðið haldist lengi á þessu róli.

„Það fer allt eftir því hvað þetta verðstríð stendur lengi yfir. Verðið gæti verið svona í allt sumar,“ segir hann en ítrekar að það þyrfti að vera hærra. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×