Fréttaskýring: Leiðtogar samþykkja að hefja viðræður 16. júní 2010 04:00 Höfuðstöðvar Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun fjalla um aðildarumsókn Íslands á fundi ráðsins í svokallaðri Justus Lipsius-byggingu, sem er hluti af höfuðstöðvum ESB í Brussel.Mynd/ESB Hvaða áhrif hefur Icesave-málið á fyrirhugaðar aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið? Allar líkur eru á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins muni samþykkja að hefja aðildarviðræður við íslensk stjórnvöld á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel á morgun. Ákvörðun um viðræður liggur fyrir í drögum að lokaályktun fundarins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum segir meðal annars: „Eftir að hafa skoðað umsókn Íslands á grundvelli [álits framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins] og niðurstaðna frá desember 2006 um frekari stækkun sambandsins, kemst leiðtogaráðið að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli pólitísk skilyrði sem sett voru af leiðtogaráðinu í Kaupmannahöfn árið 1993 og ákveður að hefja aðildarviðræður.“ Í drögunum er ekki minnst á Icesave-málið beinum orðum, heldur notað almennt orðalag þar sem augljóslega er þó vísað til Icesave. Þar segir meðal annars að aðildarviðræðunum sé ætlað að tryggja að Ísland taki upp reglur sambandsins og tryggi að þær taki gildi, og „taki á útistandandi skuldbindingum, til dæmis þeim sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á“. Þar mun átt við álit ESA frá því í lok maí, þar sem fram kemur að Íslandi beri að endurgreiða Hollendingum og Bretum lágmarkstryggingu til innstæðueigenda vegna Icesave-reikninganna. „Leiðtogaráðið fagnar því að Ísland hafi lýst yfir vilja til að leysa úr þessum málum, og hefur trú á því að Ísland muni sýna frumkvæði í því að leysa úr útistandandi málum,“ segir í drögunum. „Leiðtogaráðið staðfestir að viðræðurnar fari fram á forsendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðnanna,“ segir þar enn fremur. Heimildir Fréttablaðsins herma að það sé einkum að kröfu fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands sem þessir fyrirvarar verði gerðir um Icesave-málið í lokaályktun fundar leiðtogaráðsins á morgun. Forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar landanna tveggja eru sagðir jákvæðari í garð umsóknar Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur það ekki í veg fyrir að aðildarviðræður geti hafist að enn hafi ekki verið samið um Icesave-málið. Náist ekki samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar á næstu mánuðum, gæti það hins vegar hindrað að viðræður um þann kafla samningsins sem fjallar um fjármálakerfið geti hafist. Alls eru 35 kaflar í löggjöf Evrópusambandsins sem fjalla þarf um áður en tekin verður afstaða til aðildar Íslands, og hægt verður að fara yfir hina kaflana 34 þrátt fyrir að ósamið sé um Icesave. Sendiherrar 26 aðildarríkja Evrópusambandsins hér á landi, allra nema Möltu, munu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins funda hér á landi í dag til að undirbúa fyrirhugaðar aðildarviðræður. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Hvaða áhrif hefur Icesave-málið á fyrirhugaðar aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið? Allar líkur eru á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins muni samþykkja að hefja aðildarviðræður við íslensk stjórnvöld á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel á morgun. Ákvörðun um viðræður liggur fyrir í drögum að lokaályktun fundarins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum segir meðal annars: „Eftir að hafa skoðað umsókn Íslands á grundvelli [álits framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins] og niðurstaðna frá desember 2006 um frekari stækkun sambandsins, kemst leiðtogaráðið að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli pólitísk skilyrði sem sett voru af leiðtogaráðinu í Kaupmannahöfn árið 1993 og ákveður að hefja aðildarviðræður.“ Í drögunum er ekki minnst á Icesave-málið beinum orðum, heldur notað almennt orðalag þar sem augljóslega er þó vísað til Icesave. Þar segir meðal annars að aðildarviðræðunum sé ætlað að tryggja að Ísland taki upp reglur sambandsins og tryggi að þær taki gildi, og „taki á útistandandi skuldbindingum, til dæmis þeim sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á“. Þar mun átt við álit ESA frá því í lok maí, þar sem fram kemur að Íslandi beri að endurgreiða Hollendingum og Bretum lágmarkstryggingu til innstæðueigenda vegna Icesave-reikninganna. „Leiðtogaráðið fagnar því að Ísland hafi lýst yfir vilja til að leysa úr þessum málum, og hefur trú á því að Ísland muni sýna frumkvæði í því að leysa úr útistandandi málum,“ segir í drögunum. „Leiðtogaráðið staðfestir að viðræðurnar fari fram á forsendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðnanna,“ segir þar enn fremur. Heimildir Fréttablaðsins herma að það sé einkum að kröfu fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands sem þessir fyrirvarar verði gerðir um Icesave-málið í lokaályktun fundar leiðtogaráðsins á morgun. Forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar landanna tveggja eru sagðir jákvæðari í garð umsóknar Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur það ekki í veg fyrir að aðildarviðræður geti hafist að enn hafi ekki verið samið um Icesave-málið. Náist ekki samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar á næstu mánuðum, gæti það hins vegar hindrað að viðræður um þann kafla samningsins sem fjallar um fjármálakerfið geti hafist. Alls eru 35 kaflar í löggjöf Evrópusambandsins sem fjalla þarf um áður en tekin verður afstaða til aðildar Íslands, og hægt verður að fara yfir hina kaflana 34 þrátt fyrir að ósamið sé um Icesave. Sendiherrar 26 aðildarríkja Evrópusambandsins hér á landi, allra nema Möltu, munu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins funda hér á landi í dag til að undirbúa fyrirhugaðar aðildarviðræður. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira