Oddný vill búa til nýtt kerfi 17. júní 2010 02:30 Oddný sturludóttir Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskólum borgarinnar samkvæmt málefnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns. Systkinaforgangur var afnuminn 2008 þar sem hann var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Í áliti borgarlögmanns frá 26. apríl þessa árs kemur svo fram að samkvæmt lögum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar vegi aldur þeirra og þroski þyngst. „Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra [...] og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist," segir í álitinu. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, minnir á að stuttu eftir að lögmaður kynnti álit sitt hafi hann verið beðinn að meta það sem Oddný kallar systkina-aðskilnað, út frá meðalhófsreglu. „Ég hef lengi beðið borgarlögmann og leikskólasvið um að endurskoða þetta. Borgarlögmaður dæmdi þetta út frá því kerfi sem var, en það er ekki kerfið sem við ætlum að nota," segir hún. Nýja kerfið verði líklega með meiri takmörkunum, til dæmis víkjandi rétti til skólavistar fyrir börn sem ekki eiga systkini í skólanum. Ýmislegt komi til greina til að gera kerfið fjölskylduvænna. - bs, kóþ Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Systkinaforgangur verður tekinn upp á ný á leikskólum borgarinnar samkvæmt málefnasamningi Besta flokks og Samfylkingar. Þetta stangast á við lög, að mati borgarlögmanns. Systkinaforgangur var afnuminn 2008 þar sem hann var talin ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar. Í áliti borgarlögmanns frá 26. apríl þessa árs kemur svo fram að samkvæmt lögum skuli forgangsraðað á biðlista eftir leikskólavist. Þar vegi aldur þeirra og þroski þyngst. „Reglan um systkinaforgang virðist fyrst og fremst til þess fallin að mæta hagsmunum foreldra [...] og verður varla fundin stoð í sérlegum hagsmunum viðkomandi barna, umfram hagsmuni annarra barna sem ekki hafa leikskólavist," segir í álitinu. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, minnir á að stuttu eftir að lögmaður kynnti álit sitt hafi hann verið beðinn að meta það sem Oddný kallar systkina-aðskilnað, út frá meðalhófsreglu. „Ég hef lengi beðið borgarlögmann og leikskólasvið um að endurskoða þetta. Borgarlögmaður dæmdi þetta út frá því kerfi sem var, en það er ekki kerfið sem við ætlum að nota," segir hún. Nýja kerfið verði líklega með meiri takmörkunum, til dæmis víkjandi rétti til skólavistar fyrir börn sem ekki eiga systkini í skólanum. Ýmislegt komi til greina til að gera kerfið fjölskylduvænna. - bs, kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira