Golf

Tiger í tómu rugli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger slær hér af þyrlupalli í Dubai.
Tiger slær hér af þyrlupalli í Dubai.

Tiger Woods gengur afar illa að finna sitt fyrra form þessa dagana og spilamennsku hans virðist hreinlega hraka með hverri vikunni sem líður.

Hann stendur í erfiðu skilnaðarmáli og vandamálin í einkalífinu eru ekki að hjálpa honum með golfið.

Tiger var nú síðast að spila í Pro-am móti í Írlandi og spilaði á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari vallarins. Það þykir ekki merkilegt hjá besta kylfingi heims.

Tiger fékk sex skolla á hringnum, einn tvöfaldan skolla og nældi aðeins í einn fugl.

Hann setti þess utan eina þrjá bolta út í vatn.

Tiger tók þessu móti ekkert sérstaklega alvarlega og þegar hann var á sjötta teig brá hann sér í sjoppu til hliðar við teiginn og hesthúsaði tveimur hamborgurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×